12.9.2010 | 13:04
Verður seint bannað hér á landi
Ekki veit ég hversu mikið fólk almennt veit um kaþólskar jarðarfarir en þær eru frábrugnar því sem maður sér í lúterskum kirkjum. Það er nefnilega alltaf altarisganga. Lúterskar jarðarfarir eru ekki þannig eins og allir vita. En talandi um kaþólskuna þá finnst mér í sjálfu sér nokkuð sérstakt að hafa altarisgöngu, jarðarfararathöfnina sjálfa og popptónlist. Fyrir mér þá er það nokkuð sérkennileg blanda. Það er heldur engin líkræða í kaþólskum kirkjum. Það telst ekki við hæfi að prestur flytji einhverja tölu svoleiðis um hinn látna.
Hingað til hefur verið eðlilegt að hafa ýmiss konar tónlist í kirkjunum okkar eins lengi og tónlistin er við hæfi. Engum dytti í hug að hafa lag eins og Komdu og skoðaðu í kistuna mína við jarðarför og enginn prestur myndi leyfa það býst ég við. Það gerðist þó fyrir einhverjum árum að líkfylgd átti sér stað einhversstaðar fyrir norðan, veður var kalt og menn tóku að skvetta í sig á leiðinni til kirkju. Þegar komið var að kirkjunni með kistuna þá voru menn orðnir vel hífaðir og byrjaðir að syngja nefnt lag og það alveg hástöfum. Þannig ultu menn út úr bílunum og svaka fjör hlaupið í menn. Það datt hins vegar engum í hug að syngja lagið í kirkjunni þegar þangað kom inn. Þar kunnu menn sig.
Það er hægt að velja sér hvaða prest sem er nánast fyrir athöfn. Velja kirkjuna og söngfólkið, allt svona nokkuð eftir smekk en það eru takmörk samt í kirkjunni hvaða tónlist þú velur að hafa, hvort heldur sem á að vera hjónavígsla eða jarðarför. Eitt sinn vildi par nokkurt hafa lagið Einskonar ást með Brunaliðinu við hjónavígsluathöfn. Jú það byrjar alveg hrikalega vel. Þig vil ég fá til að vera mér hjá....vertu nú vænn og segðu já....(hljómar brúðkaupslega)....því betra er að sjást en kveljast og þjást af eins konar ást.... en svo þegar tekur að líða á textann þá fer hann að hætta að vera brúðkaupslegur ....þar sem við tvö! Getum vakið upp draug, af eldgömlum haug....hættum að slást og reynum að finna einskonar ást! Málinu var vísað frá. Textinn passaði ekki við nefnda athöfn. Fjöldi laga býst ég við að hafi ekki hlotið náð hjá sóknarprestum í gegnum tíðina hvernig svo sem átti að nota tónlistina.
Sum lög í dag eru orðin sígild við jarðarfarir eins og When I think of Angels með KK. Við breytum líkast til seint slíkri menningu. Svo eru það tónlistarmenn sem hafa lifibrauð af þessu sem og eru þekktir í poppbransanum. En það máttu vita að það verður rýnt í textann ef þér dettur í hug eitthvað lag sem engum hefur dottið í hug áður.
Popptónlist bönnuð í jarðarförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög eðlilegt að sett séu mörk um það hvað syngja má og hvað ekki við kirkjulegar athafnir. Ég hygg þó að leyft sé að flytja lag af CDdiski eða snældu, enda sé velsæmis gætt hvað tónlistarval varðar.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.9.2010 kl. 14:15
mér finnst ekkert athugavert við að presturinn ,,aðstoði" hjónin við lagaval og jafnvel leiði þau frá vandræðalegum lagatexta í miðri athöfn sem á að lifa sem jákvæð minning hjá þeim það sem eftir er ævinnar - það vill enginn lenda í brunaliða rústum sem minningu af brúðkaupsdeginum sínum
Ragnar Birkir Bjarkarson, 12.9.2010 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.