Bloggað um steppdans - Árshátíðin í Garðinum

Það að hlusta á tónlist er eitt, annað er að ætla sér að dansa samhliða og ná takti. Sum lög eru þannig að mér finnst ég þurfa að hlusta aðeins áður en ég næ að heyra taktinn. Diskólög finnst mér þægileg að því leitinu til að takturinn er augljós. En maður dansar ekki steppdans eftir þannig lögum. Skemmtilegast hefur mér þótt að hlusta á gömul lög eins og jafnvel Singing in the rain en ég verð að játa að ég það er gríðarlega erfitt að dansa samhliða því lagi og mér hefur eiginlega ekki tekist það hingað til svo vel fari (svona bara sjálfur aleinn).

Að ná stepptakti með lagi er ekki auðvelt. Kemur auðvitað með æfingunni. Þegar lagið er bara með einfaldri strengjasveit þá verður það ekki svo auðvelt. Gaman þegar það tekst og tvöfalt gaman þegar aðrir upplifa hið sama. Upprunalega var ég mikið til að leika mér með þetta. Kannski jafnvel enn, til ánægju og skemmtunar. Það síðasta sem strangi rússneski danskennarinn sagði við hópinn var að nú hefði hann lært helling af sporum sem hægt væri að nota. Með það fór ég og ég veit ekki hvað hann hefði sagt ef hann hefði séð mig í Garðinum á Álftanesi nokkrum árum síðar við þessa iðju. 

Ég stakk upp á því algjörlega sjálfur að fara með atriði og leyfa öðrum að sjá það. Þá var ég kominn í guðfræðideildina og staddur á 3. ári í náminu. Vorið ´96 var ágætt. Þá var ég 25 ára gamall og grennri en ég er í dag (auðvitað), en samt finnst mér að ég hafi kunnað miklu fleiri spor síðar (sem er önnur saga).  Það var haldin árshátíð þetta árið þegar leið að vori. Ætli það hafi ekki verið hátt í 100 manns þarna? Mér láðist að telja en það voru allavega langflestir úr deildinni á þeim tíma.

Ég lenti í smá vandræðum samt þennan dag. Sem betur fer tók ég eftir því í tíma. Járnið á skónum var farið að losna. Ef ég hefði farið þannig þá hefði auðvitað skoppast undan skónum. Sem betur fer var hægt að koma skónum að hjá skósmiðnum við Sundlaugarveginn sem bauðst til að laga þá á örskotsstund. Þér voru svo sóttir rétt áður en rútan lagði af stað. Hjúkk og púff.

Ég hafði valið mér lag sem ég hafði með mér á diski og var með Fred Astaire. Þá hafði ég hreinlega með mér heilan disk með honum.  Á honum var eitt lag sem ég hafði verið að æfa og valdi sérstaklega fyrir þetta - You are so easy to dance with - sem ég og notaði.  Púff það lag er 3 og hálf mínúta í flutningi. Býð ekki í svo langt í dag.  Ég held að ég hafi ekki hlustað á lagið nema einu sinni eftir þetta. 

Gólfið var gott til þess að dansa á og miðsvæðis. Í raun er það eitt besta gólf sem ég hef verið á. Svo var bara að bruna af stað. Nei bíddu aðeins, maður verður fyrst að bíða eftir því að forspili ljúki og síðan byrja. Reyndar tók ég nokkur spor í upphafi án lags, bara til þess að prufa gólfið. Þetta atriði var æft (auðvitað), en samt ekki frá skrefi til skrefs. Ég hafði það einfaldlega þannig að ég ákvað það á sekúndubroti hvað ég myndi gera næst. Þannig skipti ég milli skrefa eftir geðþótta og notaði salinn allan.  Þvílík skemmtun, þvílíkt fjör. Eftir á sýndist mér á öllu að atriðið sjálft hefði heppnast ágætlega, eða hvað? Ég man eftir fólki rísandi úr sætum og lófaklappi. Sjálfur var ég alveg uppgefinn og endaði einhversstaðar en var ekki við skál eins og svo oft á lífsstíðinni. Það er enn verið að minnast á þetta atriði við mig enn þann dag í dag af fólki sem var þarna. Frábært með tilliti til þess að fólk vill gleyma hlutum eða þaga í hel. 

Það varð aldrei neitt annað svona atriði í guðfræðideildinni eftir þetta. Þó svo að ég væri þar í 5 ár og kláraði námið. Ég bara endurtók þetta ekki. Eftir á finnst mér að fólk hafi verið að bíða eftir þessu á næstu árshátíðum.  Það hefur oft verið talað um þetta við mig í gegnum tíðina á hinni og þessari árshátíðinni, hér þar og annars staðar (af fólki sem hefur aldrei séð mig gera þetta jafnvel) en einhverra hluta vegna átti ég það til að missa  áhugan á þessu milli ára. En steppsögunni er ekki lokið, næst færumst við mun nær í tíma og ég á m.a. eftir að tala um árshátíðina í Perlunni. 

Framhald... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband