Dansaði á bjórkvöldum!

Einhverju sinni tók ég skónna með mér uppí Kennó. Bjórkvöld eru haldin þar öðru hvoru með Karaókí eða einhverju öðru, lifandi tónlist og alls konar. Á svoleiðis kvöld mætti ég og það bjóst í sjálfu sér enginn við mér.  Ég man eftir fullum sal af fólki, fólki að syngja karaókí og ágætis stemmningu. Það var liðið aðeins á kvöldið, einhverjir voru vel í glasi og smók. Og....svo kom ég. Ekkert mál, bara taka við míkrafóninum og hvaða lag ætlarðu að syngja vinur? Nei nei ég ætla ekki að vera með neitt lag sagði ég, bara smá gjörning. Ókei dókei og það sagði ég í míkrafónin. Viljiði vera svo væn að hafa hljótt ég ætla að vera með gjörning hérna! Þetta endurtók ég tvisvar eða þrisvar en aldrei minnkaði skvaldrið í salnum. Þangað til ég ákvað að byrja bara....

Ég skellti niður hægri fætinum og byrjaði á staðnum.  Það varð þögn um leið. Svo hélt ég áfram í smástund, ekkert lengi neitt en fólk hafði gaman af þessu sýndist mér.  Síðan gerist nokkuð sem ég bjóst ekki við.  Við þessa iðju var tekin mynd af mér og birtist hún í næsta stúdentablaði! Ekki á forsíðunni en með klausu af frétt af vel heppnuðu bjórkvöldi kom mynd af mér að mig minnir aftan á blaðinu og að ég hefði sýnt þennan tiltekna dans þarna og hvernig ætti að framkvæma hann!

Ég fór upp aftur seinna á öðru kvöldi á sama stað í Kennó einhverju síðar og mér fannst það ekki eins gaman, fékk reyndar verðlaun fyrir besta atriðið en einhverjum fannst það snubbótt, ekkert lag, stutt og eitthvað ekkert spes.  

Á þessum árum 2004 til 2008 var ég svo til ekkert mikið að þessu. Ég sat í Kennó og var að læra þroskaþjálfan í fjarnámi. Tók fram skónna svona stundum og tók örfá spor hér eða þar án undirleiks og en ég bara er farinn að gleyma þeim stundum mörgum hverjum. 

Verð að segja að milli 1996 og 2004 þá lagði ég þetta meira eða minna á hilluna og lagði ekki stund á þetta að neinu marki og fór sjaldan í skónna.  Það gerist ekkert sérstakt í þessu fyrr en 2009 en þá fór ég að upplifa eitthvað nýtt með einmitt þetta... 

Reyndar verð ég að segja að persónulega þá hef ég ekki átt auðvelt með að skilja hvers vegna fólki finnst þetta skemmtilegt. Einhverjum finnst það ekki, alveg pottþétt. Sjálfum finnst mér gaman að hoppa svona og skoppa en einhvernveginn samt er þetta fyrir mér ekkert stórmerkilegt hvað svo sem öðrum finnst. 

Lokaorðin í þessu koma annað kvöld og þá verð ég að segja það sem hefur komið mér helst á óvart. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband