20.12.2010 | 00:51
Hinn grátbroslegi söngur
Það ánægjulegt að hlusta á góðan söng. Það að syngja vel er alveg yndislegt að geta gert. Að geta sungið fyrir áhorfendur og fá lof fyrir er þess heldur alveg dásamlegt. Sumir er þannig að þeir hafa alveg undursamlega rödd af náttúrunnar hendi meðan aðrir eyða því mun meiri tíma til þess að þjálfa upp röddina. Þetta er ekki það fólk sem mig langar til þess að fjalla um hér núna enda fær þetta fólk iðulega fyllilega sitt af lofi og húrrahrópi árið um kring. Það eru annars konar söngvarar sem mig langar rétt aðeins til þess að kíkja á.
Það er fólkið sem getur alls ekki sungið. Fólkið sem heldur að geti sungið en getur það ekki. Það er falskt með eindæmum, man ekki textann, fylgir ekki laginu og söngurinn kemst ekki til skila þó svo að lagið sé frægt og allir ættu að kannast við það. Ekki bætir úr skák þegar umrætt fólk mætir í sjónvarp með undirleik og upphefur söng sinn. Sumir kannast ekki við það að þeir geti ekki sungið en telja sér þó í trú um það og jafnvel hefur því tekist að telja aðra í trú um að það geti sungið. Það versta sem fólk getur í raun gert öðrum er að segja þeim að söngur þess sé góður þegar hann er það ekki. Sá sem er laglaus ætti ekki að segja öðrum sem einnig er laglaus að söngurinn sé góður, en það fer oft svo að blindur leiðir blindan.
Mig langar að taka hér dæmi um slæman söng. Það að maðurinn getur ekki sungið er afgerandi. Hann kann heldur ekki textann og skáldar hann upp á köflum. Píanóleikurinn er of hraður fyrir hann og hentar honum ekki. Ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið betra fyrir hann að hafa textablað fyrir framan sig, skjávarpa eða eitthvað bara. Þetta er ekki grínatriði. Það er hluti af skemmtiþætti með fleiri söngatriðum, háalvarlegum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef fengið algert hláturskast yfir þessu atriði. Það er þó ekki svo að ég telji að aðrir geri endilega slíkt hið sama. Þvert á móti. Þetta er grátbroslegt. En það er bara eitthvað við þetta sem er svo sérstakt og hálf barnslegt. Hvernig hann fylgir ekki spilinu en heldur samt alltaf áfram að reyna að vera með.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.