Að nota facebook

Hvernig notar þú facebook? Á mbl.is er nú frétt um lögreglumann sem notar facebook þannig að hann segir frá starfi sínu og hugmyndum sínum um það, oft á neikvæðan og vafasaman hátt. Um það langar mig ekki að fjalla sérstaklega um hér, nema hvað ef þú ferð að hugsa um það þá hlýtur að vera þagnarskylda einhver í störfum lögreglu í tengslum við hluti eða atvik sem skaðað gætu hagsmuni hennar eða annarra ef kæmust í fjölmiðla. Facebook eru fjölmiðlar hversu marga vini sem þú kannt að eiga.

Ég á um 800 vini og þekki þá ekki nærrum því alla. Hluti af þeim hópi eru ýmis fyrirtæki hvers á bakvið er fólk sem ég þekki yfirhöfuð ekki með nafni. Þetta fólk eins og aðrir fylgjast með færslum mínum. Þess vegna ber manni að vanda sig og draga mörkin. Ekki þar fyrir utan þá er ég í viðkvæmu starfi eins og nefndur í fréttinni. Ef ég setti í statusinn allt það sem mér finndist óæskilegt eða gortaði af eigin verðleikum í starfi þá myndi ég verða litinn hornauga, lenda í félagslegum erfiðleikum á vinnustað eða jafnvel bara rekinn. 

Góð samskipti eru ekki sjálfsögð. Það þarf að vinna að þeim og styrkja tengsl. Það að einhverjum líki við þig eða mig er ekki eitthvað sem einfaldlega er hægt að velja sér rétt sísona. Stundum kemur það fyrir að fólki líkar ekki við mann. Það veit e.t.v. ekki sjálft hvers vegna eða þá að það er eitthvað í fari manns sem því einfaldlega líkar ekki. Nær ekki lengra en það.  Og það gæti verið  erfitt að breyta því eða bara varla.  Það er líka eins og við vitum hægt að búa til óvini og fólk sem líkar ekki við mann. Það er minnst málið. Til þess þarf ekki meira en óvarleg skrif sem geta virkað skítleg á viðkomandi, eða baktal sem skilar sér áfram. 

Aftur að facebook. Það er svo um hvort heldur sem er facebook eða blogg að margur verður að gæta sín á því að fá ekki útrás fyrir tilfinningar sínar með því að nota netið. Netið er ekki til þess að kasta fram neikvæðum tilfinningum sínum. Betra er að eiga sér stílabók sem enginn kemst í og eyða henni svo seinna.  Það sem þú segir verður ekki endilega skilið með sama hætti og þú skilur það. Viðhorf fólks er mismunandi og gildismat einnig. Það sem einum finnst allt í lagi að gera og skrifa um á status facebook síðu sinnar kann að vera fyrir neðan allar hellur fyrir öðrum.  Jafnvel grín eins getur orðið að háalvöru fyrir öðrum. 

Betra er að segja frá jákvæðum hlutum á facebook fremur en neikvæðum. Ef manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug, um að gera að skella því fram. Það gæti komið til umræðu næst þegar fólk hittist á vinnustaðnum.  Þú skilur, eitthvað jákvætt og skemmtilegt.  Samt ekki um fólkið sem unnið er með eða þá persónuleg mál sem engum kemur við.  Oft er gott að hrósa fólki en þá bara allra helst inn á þeirra síðu.  En fyrir jólin datt mér í hug að grínast smá og setti eftirfarandi inn á status. Smá léttleiki er allt í lagi í drunga þessa mánaðar. Þetta er auðsjáanlega bara grín og til skemmtunar. Þetta er vitanlega skáldsskapur en samt betra en margt annað eins og að vitna í allar leiðinlegu fréttirnar endalaust eða reyna að vera svo voðalega gáfaður...

 Maður hefur ekki við út af öllu þessu jólasveinaflóði ofan úr fjöllum! Þetta guðar á gluggann hjá manni, setur vitlaust í skóinn, skellir hurðum og neyðir mann til þess að setja hengilás á ísskápinn og búrið. Svo þarf ég að muna eftir því að læsa niðri öllum kertum út af einum sem er að koma! Hvað gerði ég til þess að verðskulda allan þennan ófögnuð!!

      Að lokum vil ég óska lesendum þessa bloggs gleðilegra jóla með þökk fyrir árið sem er að líða.

Með kærri kveðju,

Þórður 

 


mbl.is „Yfirheyrsla án tára er ekki yfirheyrsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband