3.2.2011 | 19:58
Fyrirlestraröð um Guð í Bókasafni Kópavogs nú í febrúar
Nú er í gangi fyrirlestraröð í Bókasafni Kópavogs þar sem umræðuefnið er Guð. Þessir fyrirlestrar eru auglýstir nú í febrúar á fimmtudögum klukkan 17:15. Alls eru það fjórir fyrirlesarar sem stíga á stokk. Sá fyrsti var í dag og talaði þá guðfræðingurinn og fjölmiðlamaðurinn Ævar Kjartansson um Guð og hvernig hann birtist í fjölmiðlum. Sérdeilis ágætur fyrirlestur. Fannst mér ég vera manna yngstur á staðnum en þó sá eini sem ákvað að standa upp og tala í smástund útfrá þeim forsendum kannski helzt að hafa lært guðfræði og telja mig geta svarað einhverjum vangaveltum í tengslum við hina heilögu þrenningu.
Eftir viku þann 10. febrúar kemur séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og verður efalaust áhugavert að hlusta á hana en hún hefur eins og margir vita orðið að einhverju leiti umdeild vegna kvennaguðfræði sinnar þar sem Guð er settur í kvenkyn og kyngreint þannig hvernig svo sem á að tala um Guð. Á þann fyrirlestur langar mig að mæta. Ekki það að ég setji mig á móti kvennaguðfræði hennar, sem ég þó aðhyllist ekki neitt sérstaklega.
Þann 17. febrúar verður Reynir Harðarson formaður félagsins Vantrúar með sinn fyrirlestur. Þangað langar mig einnig að mæta. Maður rekst mest á fólk þessa félags á netinu sem mér finnst sjálfum persónulega synd því ég er alveg til í að hlusta ýmis sjónarmið þó þau kunni að vera og verða önnur en mín. Ég er spenntur auðvitað að sjá og heyra í Reyni en af þeim manni hef eg ekki vitað af fyrr og veit ekkert hvað hann kann að segja mér nema það helzt að Guð sé ekki til. Annars væri hann auðvitað ekki formaður þessa félags (né heldur í því auðvitað).
Svo hinn 24. febrúar stígur á stokk maður sem ég þekki betur en þau hin en það er vefpresturinn Árni Svanur Daníelsson. Ég er nokkuð viss um að ekki verði komið að tómum kofanum þar frekar en fyrri daginn enda er Árni víðlesinn og sprenglærður í Biblíufræðum. Við hófum guðfræðinám á sama tíma undir lok síðustu aldar. En ég veit lítið um hlutverk vefprests. Er Árni vígður til starfa á internetinu!? Virkar undarlega fyrir mér ef ég er ekki því mun betur að misskilja hlutverk hans. En ætli Árni útskýri þetta ekki bara sjálfur þegar þar að kemur.
Salur Bókasafns Kópavogs er ekki stór. Hann var fullur í dag. Ætli það hafi ekki verið 60 til 70 manns þessa klukkustund sem fyrirlesturinn stóð. Sumt vissi ég ekki sem kom fram hjá Ævari. Ég vissi ekki að hér áður hefðu jarðarfarir verið útvarpaðar á gömlu gufunni. Heldur ekki að Ævar sjálfur hefði verið að fá guðfræðinga og presta til sín í spjall. Það gat svo sem verið. Ekki það að ég telji mig vera missandi af einhverju. Ævar er gamall útvarpsmaður og athyglisvert að hann skyldi velja sér þá leið að verða guðfræðingur. En hvað ég hef ekki verið að hlusta á hann í útvarpi undanfarið eða jafnvel bara yfirhöfuð. Því miður.
Hvort ég hafi hug á því að standa upp á svona fyrirlestrum og tala veit ég ekki. Ég bara greip tækifærið til þess. Stundum koma augnablik, tækifæri sem maður verður endilega að grípa ellegar glata því og hugsa um eitthvað annað allar götur síðan.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.