7.2.2011 | 17:41
Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante - Inferno
Dante Alighieri var ítalskt skáld sem upp var á 13. öld og fram á þá 14. Hann fæðist um 1265 og birtir sitt fyrsta verk 1293. 13. öldin var öld mongóla og sturlunga, tími hins heilaga Francis frá Assisi og Tómasar Aquinas. Dante sem hét réttu nafni Durante degli Alighieri orti sitt frægasta verk ekki á þeirri öld heldur hinni komandi þá líklegast um fertugt. Það er Divina Commedia eða Gleðileikurinn guðdómlegi sem skipta má í þrjá bókarhluta.
Fyrsta hlutann langar mig til þess að fjalla um hér en hann heitir Inferno eða Víti. Dante sjálfur er aðalpersóna sögunnar og ferðast hann um helvíti, ásamt Virgli sem aðstoðar hann, þaðan yfir í Purgatory sem er ferð um hreinsunareld en endar loks í Paradiso sem er himnaríki sjálft.
Texti bókarinnar er þungur. Þú lest þessa bók ekki hratt og þú lest ekki mikið í einu. Ástæða þess er sú að efnistök eru það þung að það er torvelt að taka við miklu af þessu í einu, ekki sízt þegar farið er í gegnum Inferno. Þeir sem hafa virkilegan áhuga á bókmenntum ættu að lesa þessa bók. En það er nokkuð ljóst að hún er ekki fyrir alla að lesa.
Dante hefur að förunaut eins og áður segir Virgil sem leiðbeinir honum um einstigi, yfir ár og dali, meira að segja á bak skrýmslis sem flýgur með þá stuttan spöl. Það hvarflar að manni hvort Dante hafi haft áhrif á Hringadróttinssögu Tolkiens en það skal ósagt látið. Víti er margskiptur staður með alls kyns viðbjóði. Þar finnur Dante alls kyns fólk sem hann áður þekkti og hann spyr sjálfur hvort einhver frá Toscana sé þarna einhversstaðar. Svo er ratað áfram innanum einhverja sem sitja fastir á hvolf eða hinssegin, fláðar sálir og demóna. Ég beið iðulega eftir því að rekazt á einhvern svona frægan í víti og fann þó einn sem er heimspekingurinn Epikúr. En eftir heillanga viðburðarríka skoðunarferð í gegnum helbert ógeð hlutu menn svo að lokum að finna Júdas við ákveðnar aðstæður og það all sérstakar (hér skil ég eftir forvitni handa þér lesandi góður). Ég beið reyndar einnig eftir því að sjá minnst á dauðasyndirnar sjö á einhverri blaðsíðunni en þær voru hvergi sjáanlegar.
Eftir á að hyggja velti ég fyrir mér áhrif Inferno á kvikmyndir og þá sérstaklega What Dreams may Come með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar fer aðalpersónan niður til helvítis í þeim tilgangi að leita konu sinnar sem hafði fyrirfarið sér. Til fararinnar hefur hann með sér mann sem leiðbeinir honum, einskonar Virgil. Það sem þeir sjá er keimlíkt Inferno Dantes eins og t.d. staðurinn þar sem fjöldi hausa standa uppúr leðju í einum stórum hnapp eða þá allt rokið og sálirnar sem hvolfa bát þeirra. Áhrif Dantes gætu einmitt verið þar að verki sem og annars staðar ef betur er að gáð.
Hugmyndir um helvíti hafa haft áhrif á fjölda bóka og kvikmynda. Það er alveg klárt, eins og t.d. Kantaraborgarsögur Chauchers. Paradísamissir eftir John Milton er einnig bók sem er af slíkum meiði en heldur ljóðrænni en Dante og torveld til lesturs. Látum staðar numið með það hér.
Ég var feginn þegar ég loks hafði komist í gegnum helju með þeim Virgli. Næst er það Purgatory sem mig langar að blogga um, sem verður þó ekki alveg strax.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.