12.2.2011 | 11:13
Mannasiðir Gillz - að mæta í partý
Ég sá þátt númer tvö um daginn sem fjalla um mannasiði Gillz. Eitthvað var þarna af ágætis hugmyndum en svo komu aðrar sem ja eru ekki alveg samkvæmt minni bók. En svona myndi ég hafa þetta.
Íslendingar eru alveg ferlega hræddir við að mæta fyrstir í partý. Þess vegna mæta þeir of seint miðað við þann tíma sem partýið átti að byrja. Maður getur því gefið sér að ef partýið átti að hefjazt um níu þá sé enginn mættur fyrr en í fyrsta lagi hálf ellefu. Sjálfur mæti ég oft og iðulega snemma. Það er í sjálfu sér rétt hjá Gillz að kvenfólkið er að búa sig fyrr um kvöldið og það er ekkert gaman að koma of snemma og koma þegar verið er að punta sig (sem er allt eins klukkan níu þegar partýið á að hefjast). Önnur hugmynd í þessum efnum er að koma seint og fara snemma. Ef maður þekkir fáa á staðnum í ofanálag, þá bara mæta eiturhress heilsa liðinu og fara síðan fljótlega. Slíkt vekur athygli gesta og þeir fara að spá i því hver þetta hafi verið.
Aldrei að koma með einhver ósköpins öll af áfengi í partý. Ein flaska er alveg nóg eða ein kippa af bjór. Svo ætti enginn að iðka það að drekka sig alveg útúr. Það er bara ekkert gaman og ef þú ert í þokkabót ekki því mun betur meðal vina, þá er voðinn vís.
Merkilegt hversu fólk finnur sig öruggt og með, ef það hefur glas í hendinni með einhverju í. En svo er bara að spjalla við sem flesta. Ég er alveg á móti því sem Gillz er að segja að þegar einhverjar sætar stelpur mæta til svæðis þá ætti maður helzt að fara og heilsa uppá ófríðar stelpur og fá þær til þess að hlæja. Með því að fá þær til þess að hlæja þá myndi það vekja athygli sætu stelpnanna. Fyrir mitt leiti þá er slíkt óheiðarlegt og kallast að nota aðra til þess að ná öðru markmiði. Fókusinn ætti bara að vera á þessar ófríðu stelpur... maður á ekki að flokka kvenfólk bara eftir því hvort það er frítt eða ófrítt í útliti. Innri manneskja skiptir miklu meira máli. Sæt stelpa sem er alveg tóm er minna áhugaverð en stelpa sem er engin gella, en er með því mun meira heilakonfekt :)
Segjum að maður sé staddur í partýi og inn komi einhverjar ofboðslega sætar gellur. Ef það er ekki hægt að ganga beint að þeim, bjóða þeim í glas eða segja skál með einhverju spjalli, þá eru þær einskis virði. Skiptir engu hversu líkar þær eru miss world. Útlitið er ekki allt. Það er þroskinn og andlegi hlutinn sem er miklu athyglisverðari hlutur. Því eldri sem maður verður því mun betur gerir maður sér grein fyrir því.
Útúrdúr: Ég er farinn að hatazt við orðalag Gillz sem er að lima sig upp. Eitthvað hef ég það á tilfinningunni að skyndikynni sé bara sjálfsagður hlutur í þessum þáttum. Fyrir mér þá er skyndikynni alger viðbjóður og maður á að hafa þá sjálfsvirðingu að vera ekki með hverjum sem er. Munurinn á því að ríða og elskast verður ekki útskýrður hér (of langt mál) en ég sakna þess að mannasiðabók skuli ekki geta gert greinarmun á slíku og þættirnir ekki heldur í ofanálag.
Að lokum vil ég nefna að maður á aldrei að eyða tíma sínum í eitt einasta partý þar sem fólk drekkur eins og svín, tekur inn dóp, reykir innandyra eins og strompar eða er farið að brjóta hluti (svona helzt til óvart). Ef manni aftur á móti er bara farið að leiðazt og það er enginn spennandi til þess að spjalla við lengur, þá á maður bara að fara. Maður á alltaf að nota partý, veizlur, kaffiboð o.s.frv. til þess að blanda geði við annað fólk. Annars að segja eins og Patrick Bateman (American Psycho), jæja ég verð víst að drífa mig, þarf að skila nokkrum vídeóspólum...
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.