22.4.2011 | 23:39
Þvílík skelfing (færsla ekki ætluð börnum)
Að krossfesta mann er ein sú viðurstyggilegast aðferð sem hægt er að hugsa sér. Ef þú ert viðkvæm sál þá skaltu ekki lesa lengra. Ef á að fara að lýsa krossdauða eins og hann var á tímum Krists, bæði fyrir og eftir, þá er farið út í að lýsa þvílíkum óskapnaði að það er vart hægt að bjóða fólk upp á slíkar lýsingar frá ræðupúlti. Gagnvart slíkur situr eða stendur áhorfandinn gjörsamlega berskjaldaður. Sérstaklega ef lýsingarnar á dauðdaga manna á krossi eru settar fram á því mun verri veg. Hér er þó hægt að vara menn við. Eftirfarandi kemur út frá því sjónarmiði að það sé allt í lagi að fólk viti um þessa aftökuaðferð, og hversu ósiðleg hún í rauninni var. Framundan er oj barasta texti og þú getur ennþá hætt við, bara lokað og gert eitthvað annað.
Hugsaðu þér ef þú gengir út um borgarhlið snemma morguns, fuglar syngja, allt er kyrrt og hljótt, einstaka maður er vaknaður til að sinna morgunverkefnum en framundan er vegur, skógar, landsbyggðin. Handan við litla hæð sést vegurinn liggja í sveig framhjá trjám sem eru öðru megin vegar en hinum megin við veginn eru margir krossar og á þeim hanga menn.
Þegar nær er komið þá má sjá að sumir eru þegar dauðir en aðrir ekki. Allir eru mennirnir allsnaktir, skítugir og blóðugir. Fuglar hafa sest á einn manninn og hafa hafist handa við að kroppa í hann dauðan. Daunninn er óbærilegur á þessum stað.
Þarna má sjá mann sem enn er á lífi. Alveg greinilega lifandi þar sem hann er að berjast við að anda. Það er blóð á líkamanum eftir barsmíðar sem urðu áður en hann var hengdur upp, auk þess er blóð á höndum og fótum og niður allan staurinn. Neðri partur staursins er ataður samblandi af saur og blóði. Líkast til hefur maðurinn fengið niðurgang.
Skyndilega kemur spræna frá manni sem hangir á krossi aðeins fjær. Þvílík skelfing, þvílíkur ódaunn. Ennþá fjær má greina hermenn sem eru að brjóta fótleggi manna svo þeir deyi fyrr. Því fylgja sársaukafull hljóð úr mönnunum sem finna ofboðslega mikið til í líkamanum á meðan þeir eru að berjast við að reyna að anda. Líkaminn sígur alltaf meira og meira niður og það sker í neglda útlimina. Dauðir menn með brotna fótleggi sjást kross eftir kross.
Seinna sama dag fjölgar á veginum og fjöldi fólks kemur til þess að virða fyrir sér þessi manngrey sem eru að deyja, margir fótbrotnir á báðum, lafandi í sársauka sínum. Sumir þeirra sem koma gangandi þarna að, eiga á krossunum vini eða jafnvel ættingja. Það er nekt, það líkamlegur sársauki og það er niðurlægjandi tilfinning að vera nakinn og berskjaldaður fyrir framan alla sem á vilja horfa. Og að verða að sinna frumþörfunum allsber og kvalinn fyrir framan aðra, jafnvel nána ættingja, er í ofanálag andlegur sársauki.
Svona er þessi aftökuaðferð. Hún er viðbjóðsleg. Mun viðbjóðslegri en flestar aðrar aftökuaðferðir sem framkvæmdar hafa verið. Sérstaklega vegna þess hversu niðurlægjandi hún er. Að hálshöggva einhvern eða hengja er ekki eins niðurlægjandi ef horft er til þess að það tekur fljótt af. En svona á krossi er hægt að hanga lifandi í nokkra daga. Svo koma skordýr og finna sér bústað eða fuglar koma og kroppa í skrokkinn. Skordýr kunna að vera nösk við að finna sér leið inn í þvagrás og fuglar koma og narta í andlit og það er ekki hægt að verjast því. Jarðarför fer ekki fram, líkum er kastað í fjöldagröf eða bara eitthvert afsíðis þar sem hungruð villidýr koma ráfandi til þess að éta.
Frægastur allra til þess að þola þessa aftökuaðferð er Jesús Kristur, nema hvað fætur hans eru ekki brotnir og hann deyr nokkuð snemma, aðeins á örfáum tímum. Þá fær hann gröf til þess að liggja í. Hann er bara lánsamur miðað við marga aðra. Fleiri þúsundir manna voru drepnir svona og meira að segja margir í einu og það meðfram vegum í endalausri röð. 6000 manns voru krossfestir eitt sinn í einum rykk.
Þvílík skelfing að vera krossfestur. Aðferðin er bæði villimannsleg og siðlaus, eins og það sé ekki hægt að fara verr með fólk. Markmiðið með þessu var félagslegt taumhald; að hræða fólk frá því að fremja lögbrot, en þá myndi það vera drepið með þessum hætti. Enginn rómverskur borgara átti að vera neyddur í þessi örlög en gyðingarnir lentu margir hverjir umvörpum í þessu, en einnig allskonar þrælar og fólk frá skattlöndum Rómverja.
Að drepa annað fólk er ljótur verknaður. Það er ekki hægt að gleðjast yfir krossdauða en það er hægt að gleðjast yfir upprisu frá dauðum. Með upprisu Krists er hægt að segja að allt ofangreint hafi verið sigrað.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.