10.7.2011 | 12:06
Eldhúsmartraðir Gordons Ramsay's
Ég hef verið að horfa svolítið á labbitúra Gordon Ramsays milli veitingahúsa undanfarið. Ef þú ert með Stöð 2 um þessar mundir þá geturðu horft á þessa þætti. Þetta eru alveg ferlega spes þættir og gaman að horfa á þá en samt ekki kannski að staðaldri, viku eftir viku, heldur miklu fremur öðru hvoru. Sem er náttúrulega bara mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar;)
Í síðasta þætti sem ég sá, þá fór Gordon til Costa del Sol og fann þar brezkan veitingastað í slæmum málum. Í eldhúsinu var einn ungur kokkur og hann var að elda samkvæmt 72 rétta matseðli, gestum hafði fækkað vegna þess að þeir fengu í magann, maturinn illa eldaður, kaldur eða bara frosinn. Á veröndinni var grillmeistari sem grillaði fremur illa matinn, of mikið stundum og geymdi auk þess til næsta dags einhvern hluta þess. Gólfin voru skítug og hægt að finna hundaskít við borð gesta.
Auðvitað fékk Gordon nokkur reiðiköst þarna. Kokkurinn fékk að finna endalaust fyrir því og allt gert til þess að laga staðinn á einni viku. Gólfin þrifin, skipt um grillmeistara, matseðlinum breytt, kokkurinn skammaður aftur og aftur, og tilraun gerð til þess að fá fyrri viðskiptavini til baka enda staðurinn í fjárhagslegri klessu.
Það sem ég er hvað mest að velta fyrir mér er hversu erfitt það hljóti að vera að ætla sér að breyta einhverju sérstöku á einni viku eins og Gordon er að gera þarna. Frábært hversu hann veit alltaf betur og hversu fljótur hann er að fatta vandann á jafnstuttum tíma (sem er mér reyndar til efs, úttekt hlýtur að hafa átt sér stað löngu fyrr).
Hins vegar þá er eitt þarna sem ég er að hnjóta um og það eru aðferðir Gordons, hversu mjög hann getur orðið reiður við fólk og skammast og rifist. Ef við tölum um það sem er hægt að læra í tengslum við stjórnun þá er það iðulega ekki vænlegt til árangurs. Fólk fer margt hvert bara í baklás og vinnur hlutina verr og mun verr en ef einhverri annarri aðferð væri beitt. Sem er þó ekki alltaf. Sumir eflast við skammir, adrenalínið fer út blóðið og það verður duglegra vegna þess að það er bara orðið reitt og reiðin keyrir fólkið áfram. Þetta er því nokkuð tvíbent. Ramsay er býst ég við að miða að hinu síðara ellegar eigi menn bara að yfirgefa eldhúsið.
Það er kraftur í þessu ekki spurning, en þættirnir er bara allir svo svipaðir. Allt í klessu, léleg vinnubrögð, Gordon veit betur, engir kúnnar og reiðiköst. Þess vegna er maður ekki að glápa á þetta nema bara í einhverju letikasti öðru hvoru, þegar maður hefur ekkert betra að gera, en langar til þess að sjá eitthvað kraftmikið sem er ekki svo fjarri manni sjálfum. Svona mannlega hluti sem geta gerst alls staðar.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.