Heimsendir - gamanþættir eða alvara?

Heimsendir eru þættir á Stöð 2 sem fjalla um fólk á hæli upp í sveit. Hælið er ætlað fólki með geðsjúkdóma og það hús er ekkert sérstakt; stofnanalegt og hrátt með lélegu starfsliði og reglum sem hjálpa engum neitt sérstaklega. Þetta á allt að gerast árið 1992. 

Eru þetta gamanþættir?  Margir héldu þegar sami hópur bjó til þætti um nætur-, dag- og fangavaktir að um væri að ræða gamanþætti. Því hafa aðstandendur hins vegar hafnað og talað um efnið sem dramatískt fremur en annað. Vissulega hafa þeir þættir yfir sér kómískt yfirbragð og margur hló sig máttlausan útaf vitleysisganginum í Georgi og þeim félögum.  Líkast til halda því sumir að Heimsendir eigi að vera gamanþættir en því er vel hægt að neita miðað við fyrri efnistök og umræðu og þeirri staðreynd að nefndir þættir eru á köflum full óhugnanlegir.

Þeir fara sumir á kostum þarna. Karl Ágúst Úlfsson er t.d. alveg ótrúlega góður í hlutverki geðsjúks manns. Svo vel er hann að ná þessu hlutverki að það varla að það glitti í manninn sem hefur verið að leika í spaugstofuþáttum sl. 22 ár eða svo. Jóhann Sigurðarson nær alveg ferlega vel tröllinu sem biður ekki um annað en sígarettur. Það er auðvelt að ofleika þarna en mér sýnist fæstir gera það. Að sjá Benedikt Erlingsson svona sljóan er alveg ótrúlega sérstakt. 

Það sem er annars sérstakt þarna er hversu stofnanalegt þetta allt saman er, hversu lélegt starfsliðið er og undirmannað, og hversu reglurnar eru um leið slakar.  Það er t.d. ótrúlega slakt að samþykkja að einn iðjuþjálfi fara í ferðalag með 6 sjúklingum sem hann síðan ræður ekki við aleinn, m.a. þegar fara á í sjoppu eða inná veitingahús þar sem allir nánast fara í sitthvora áttina til þess að fylgja þráhyggju sinni.  Á sama tíma ákveður hjúkkan á hælinu að bregðast við mótmælum frá hópi sjúklinga með því að plata þá alla með sér inn í matsal, þar sem hún síðan læsir þá alla inni. Sem á faglegu máli myndi kallast slæm vinnubrögð og gróf valdbeiting. Þessi saga á eftir að enda með ósköpum. 

Á svona saga erindi við okkur í dag? Einhver gæti sagt nei. Vegna þess að svona nokkuð er bara óhugnanlegt og vart sýningarhæft. Mín skoðun er samt sú að það eigi ekkert að fela þennan veruleika og hann megi alveg birtast í einhvers konar þáttaröð. Það voru stofnanir hér áður sem voru mikið verri en þessi Heimsendastofnun, með mikið leiðinlegri reglum og alveg jafn undirmannað og finna má þarna.  Það er alger óþarfi að þagga þá staðreynd niður og í fínu lagi að sýna mynd þar sem að reglurnar eru brotnar og hlutirnir eru klárlega ekki í lagi. Þessi saga er að vísu ýkt en það er áhugavert að horfa á hana m.a. útfrá sjónarhóli fagmennsku. 

Þetta er vel leiknir þættir, svona að mestu leiti, en mig grunar að Pétur Jóhann og Jörundur sem léku svo vel í vaktaþáttunum séu ekki að fara að stela senunni þarna, það sé í höndum annarra. Sem er náttúrulega bara mín skoðun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband