Jólahugleiðing

Þeir hétu víst Caspar, Melkíor og Baltasar, vitringarnir sem komu frá austurlöndum til þess að færa Jesúbarninu gjafir. Þeir komu með gull, reykelsi og myrru, og hafa að öllum líkindum verið voða fínir og flottir.  Gullið hefur átt að tákna konungdóm, reykelsið vísdóm en myrran þeirra örlaga sem biðu þess.

Alveg hefur það verið yndislegt að þessir menn gátu komið með þetta allt. Ætli þeirri hefðu ekki annars getað verið ákjósanlegt skotmark ræningja þessa tíma. Svona skrautmenni með gull í farangrinum, sem í þokkabót hafa verið svo uppteknir af stjörnu að þeir geta alveg ómögulega hafa verið á varðbergi gagnvart einhverjum hættum.

Svo sjáum við þá alltaf fyrir okkur á úlföldum.  Það er eins og þeir séu einu mennirnir í allri Biblíunni sem séu verandi á úlföldum, allir aðrir eru fótgangandi eða setjast á asna.  En allavega þá komu þeir langt að og sáu stjörnuna einhversstaðar í fjarska og eltu hana.  Ef þeir hafa upphaflega verið staddir í öðru landi, nota bene heima hjá sér,  þá hefur það tekið þá marga daga að fylgja stjörnunni, svo marga að María sjálf hlýtur að hafa verið stödd annars staðar en í Betlehem þegar stjarnan fór að skína, þ.e.a.s. miðað við að þeir þurftu tíma til þess að koma og hitta fyrir hið nýfædda barn.  Sem hljómar einhvernveginn einkennilega.

Það er miklu fremur sem að þarna séu þessar persónur í startholunum, í landinu sjálfu, bíðandi þess að geta fylgt stjörnu, jafnvel mjög auðveldlega, til að finna lítið barn vafið reifum með hraði. Þetta eru jú þrír vitrir menn. Vitringar, snillingar, gáfumenni síns tíma. Eða hreinlega miklar hetjur að vilja leggja á sig alla þessa leið, grýtta braut, framhjá ræningjum og villidýrum, fyrir þetta litla barn. 

Þessir menn eru gjafmildir, til í slaginn, grípa tækifærið þegar þeir sjá það og fylgja innsæi sínu.   En svo hverfa þeir eins og í skyndi. Þeir urðu víst að flýta sér úr landi blessaðir mennirnir og sjást aldrei framar á þessum slóðum. Það kannast allavega enginn við þá meira.  

En mikið svaðalega hafa þessir menn verið ríkir. Í dag vilja fæstir rjúka til og gefa ókunnugum svo mikið.  Í því felst samt boðskapur jólanna, að sýna gæsku, velvild, gjafmildi, að leggja sitthvað á sig til slíks, að mæta til leiks og koma á óvart. Tími gleði og undrunar er ekki liðinn. Sá tími er einmitt núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband