Himnaríki

Mér vitraðist himnaríki eitt sinn að kvöldi.  Nú spyrð þú kannski hvort slíkur staður sé til og hvers vegna ekki spyr ég á móti.  Er okkar veruleiki endilega sá eini, geta þeir ekki verið fleiri og allavegana? Hvað vitum við annars út fyrir okkar eigin rann nema það eitt að við deyjum einhvern daginn og við tekur eitthvað annað, önnur vídd eða veruleiki, ellegar ekki neitt. Hvað vitum við svo sem?  En hér kemur sú vitrun sem ég sá fyrir mér og sem mér leið svo vel með. 

Himnaríki er til. Þar eru engir veggir og engin hús. Það er vegna þess að ekkert girðir af annað og lásar eru óþarfir, enginn þarf að loka sig af og þörfin á eignum er ekki til staðar.  Ekkert er til sem heitir hægri og vinstri, upp né niður.  Þar eru litirnir svo fallegir og margir þeirra eru ekki til á jörðinni. Fátt eitt af þeirri fegurð sem þarna finnst er raunverulega til á jörðu.  Þær verur sem flæða þarna um í mikilli vellíðan búa yfir meiri fegurð heldur en nokkurn tíma hefur fyrirfundist meðal manna. Og það er hægt að gera allt mögulegt í þessu óendanlega stóra rými, þar sem að vonbrigði og særindi eru ekki til. Þarna er hægt að semja hina fegurstu tónlist og flytja hana. Allt er hægt, eins lengi og það er fallegt og flott.  Það er líka hægt að búa til nýja undursamlega liti. 

 Þetta er bara önnur vídd, veruleiki sem er annars konar, öðruvísi, fegurri en mannheimar nokkurn tíma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að afneita himneskum veruleika, eða vilja ekki sjá hann, er að lifa minna en hálfu lífi, því þessi önnur vídd er hluti af lífi okkar og miklu stærri en jarðneskt mannlífið, enda eilíf. En það tekur vitrunina, að sjá inn í himininn.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 13:26

2 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Takk fyrir þín orð Einar Ingvi. Ég er alveg sammála þér. Kv. Þórður.

Þórður Guðmundsson, 17.1.2013 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband