16.1.2013 | 17:24
Um þjáninguna
Þessi færsla fjallar um trúarlegar öfgar. Eins og gengur og gerist með menn þá hneigjast þeir iðulega til öfga. Mikilla öfga jafnvel. Trúin á guð kann að vera þar á meðal. Tölum bara um guð kristinna manna hér og látum annað liggja milli hluta, í bili allavega.
Í þessum venjulega hversdagsleika upplifir margur ekkert sérstakt sem beinir honum að einhvers konar guðdómi. Í friðsömu þjóðfélagi eins og á Íslandi, sem er nota bene án hers og væntanlegra styrjalda, þá virkar kristin trú annaðhvort sem aðlaðandi barnatrú eða athafnatrú, þ.e. þegar einungis eru sóttar messur á hátíðisdögum, vegna jarðarfara, hjónavígslna, skírna o.s.frv. 2svar á ári er farið til kirkju og ekki einu sinni það oft á tíðum.
Þegar síðan fýkur í öll skjól þá leitar margur í trúnna og ýmsir fara þá að upplifa Guð. Kristin trú virkar einhvernveginn best í þrengingum; þegar fólk upplifir mikinn sársauka, þjáningar og trúnna um leið. Ef við förum aftur í tímann og sjáum fyrir okkur hina fyrstu kristnu þá voru þeir þannig að þeir vildu þjást og ganga í dauðinn. Frelsun margra þeirra fólst í því að deyja kvalafullum dauðdaga ásamt Kristi og rísa síðan upp með honum. Þannig náðu menn að upplifa Guð fyrir tilstilli þjáningarinnar. Það er reyndar eins og margur finni hann helst með því móti, með þjáningu. Sorgmæddir gera það, einmana fólk, sjúklingar, andlega veikir, fólk sem er að koma úr harðri neyslu eins og dópistar og alkóhólistar. Hinn hversdagslegi maður tilheyrir ekki neitt sérstaklega þessum hópi.
Hversdagsmaðurinn heldur áfram sinni göngu til og frá og er ekkert endilega að hugsa um Guð. Þegar lífið gengur fínt, er þá þörf á einhverju fleiru? Hvers vegna að trúa á eitthvað sem sést ekki, heyrist ekki í og er ekki hægt að sanna að sé til? Nú orðið er alveg dæmigert að hugsa þannig. En svo gerist iðulega eitthvað erfitt hjá okkur öllum fyrr en síðar. Fólk skilur, veikist, deyr o. m. fl.
Væri þess vegna hægt að taka þjáningunni fagnandi? Að hún færi mann nær einhvers konar guðdómi og andlegri frelsun. Margur þjáður hefur upplifað eitthvað honum æðri, sem birtist honum eða virðist vilja mæta honum með einhverjum hætti. Eins og meiri líkur séu á því að hinn þjáði upplifi guðdóminn heldur en sá sem lifir góðu lífi. Sem má vel vera. Rasputin syndgaði ítrekað upp á náðina, þjáðist vegna þess og iðraðist svalls síns. Síðan syndgaði hann aftur og þjáðist. Með þessum hætti taldi hann sig upplifa Guð mun sterkar.
Hvernig er það, ætti maður ekki bara að halda sér innan þægindarammans, eða hvað finnst þér?
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.