25.1.2013 | 00:38
Að hugsa jákvætt :)
Það er til þó nokkuð af síðum á netinu sem innihalda upplýsingar um það hvernig eigi að fara að því að hugsa svo og svo jákvætt. Nú er hægt að þræða sig í gegnum heilu leiðbeiningarnar um það hvernig eigi að vera bjartsýnn og lífsglaður hugsandi jákvætt umfram neikvætt. Þessar síður sem ég fann eru allar á ensku en þér til hagsbóta þá langar mig til þess að varpa fram nokkrum trixum af þessum síðum.
Að morgni er fínt að vakna með bjartsýni og ákveða það með sjálfum sér að dagurinn verði góður. Síðan er ágætt að lofa sjálfum sér því að brosa og meina það í öll skiptin.
Þegar neikvæðnin gýs upp þá annaðhvort að skipta henni út fyrir jákvæðari hugsanir ellegar láta hana bara fljóta áfram og berjast ekki gegn henni.
Um að gera að temja sér jákvæð orð í hugsun og orðum. Skipta út ljótum orðum og hafa jákvæð í staðinn. Maður á að eiga fjölda jákvæðra orða um sig og láta sig þykja vænt um sig án nokkurra skilyrða.
Veldu þér jákvætt fólk til þess að umgangast. Fólk sem er bjartsýnt, jákvætt og eyðir ekki tíma sínum í illt umtal og geðvonskuköst.
Ekki sitja og gera ekki neitt. Þá streymir allt mögulegt leiðinlegt að í huganum og neikvæðni gæti tekið völdin.
Finndu leiðir til þess að fá aðra til þess að brosa. Ein góð leið er að gera sér far um að koma öðrum á óvart með einhvers konar uppátæki. Um daginn t.d. setti ég á mig risastóra svarta hárkollu og kom skyndilega að góðum vini sem átti sér einskis von. Úr varð hlátur og mjög gaman.
Bros getur dimmu í dagsljós breytt segir í Einræðum Starkaðar eftir Einar Ben. Sem er orð að sönnu, bros smitar út frá sér og getur reddað deginum fyrir öðrum, þó svo að við séum sjálf ekki alveg með á því. Ein sniðug aðferð er að vera með svona bros-dagbók. Í hana eru skráð öll brosin sem tókst að ná fram yfir daginn og síðan er bókin lesin oft, til gleði og ánægju.
Undir lok dags þá er gott að vera þakklátur fyrir allt það jákvæða sem skeði yfir daginn. Sumir skrá hjá sér allt það jákvæða í dagbókina sína.
Og allir dagar eru góðir dagar. Allir þeir dagar sem við lifum og erum ofar moldu. Slæmir dagar eru bara þegar að bílnum okkar er stolið og honum er keyrt út í sjó eða eitthvað álíka.
Njóttu dagsins minn kæri vinur :)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.