Um hamingjuna

Ert þú í leit að hamingjunni eða viltu skapa þína eigin?  Ég ætla ekki að spyrja þig að svara öðru hvoru, hvort heldur sé. Sjálfur hafna ég báðum forsendum og fyrir því vil ég færa nokkur rök.  Eflaust hefur þú myndað þér þína eigin skoðun á þessu fyrir löngu síðan og kannski ekki. Hvað veit ég.

Með því að leita að hamingjunni, þá er í rauninni hægt að leita endalaust.  Eins og hamingjan eigi það til að leggja á flótta frá manni, og það um leið og maður fer að leita að henni. Allt eins gæti svo líka verið að maður einfaldlega leiti framhjá henni eða jafnvel hafni tækifærum sem einmitt gætu leitt mann til meiri gæfu; bara vegna þess að leitin er komin svo mikið á fullt, þú skilur mig. 

Betra hlýtur að vera að skapa sína eigin. Hver er sinnar gæfu smiður segir í máltækinu; sem er í sjálfu sér alveg satt.  Við getum verið á fullu við að skapa eitthvað, annaðhvort efnislega hluti eða óefnislega eins og góðar minningar.  En er það samt endilega málið að vera stöðugt að búa eitthvað til?  Eins og við þurfum á einhvers konar skilyrðum að halda svo við séum glöð og hamingjusöm með lífið. Vissulega getur margt verið okkur til hamingju eins og t.d. hús, bíll og börn, en þá erum við aftur farin að tala um skilyrði hamingjunnar. Allt það sem við sköpum getur líka verið fallvalt; þegar við eigum ekki lengur það sem við áttum, sköpuðum í upphafi, hvað þá? 

Þar með hef ég fundið mér leið til þess að hafna spurningunni hér að ofan með einföldu nei-i. Eftir sem áður þá langar mig til þess að benda á aðra leið, sem ég er sjálfur mjög spenntur fyrir.  En áður en ég bendi á hana þá langar mig til þess að vitna í einn ágætan mann: 

 Hver maður er eins hamingjusamur og hann ásetur sjálfum sér að vera sagði Abraham Lincoln eitt sinn.  Með þeim orðum vakna ég og fer á fætur.

Ég rís upp, teygi út hendurnar, faðma sjálfan mig og vel hamingjuna.  Ég vel mér viðhorf gagnvart tilverunni, þakka fyrir það að vera til, og ég vel daginn sjálfan til þess að njóta hans. Ég vel það að framundan sé góður dagur og fer bjartsýnn af stað.  Þar með er hamingjunnar hvorki leitað né hún sköpuð, hún er einfaldlega valin með jákvæðu og bjartsýnu hugarfari. 

Það er svo auðvelt að hafa neikvæð viðhorf gagnvart lífinu. Mörgum hættir til þess að einblína á mistökin, þessi örfáu í einhverju stóru verkefni, en gleyma síðan því sem gekk vel.  Að hugsa sér líka að á einu kvöldi séum við að hitta 20 manns og 2 af þeim eru hreinlega leiðinlegir, þá því miður, standa þessir 2 þarna uppúr eftir kvöldið, mjög oft og iðulega verður það þannig. Hvers vegna ekki að snúa því við og velja þetta æðislega sem skeði, það sem heppnaðist fullkomlega :) 

Þegar upp er staðið þá getur maður samt að kvöldi dags, þakkað fyrir daginn, allar góður stundirnar, öll brosin, góðu sporin sem voru stigin, og sofnað með bros á vör.     

  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband