Yfirmátaindælisþakklætislíferni

Eitt af því sem getur gert mann virkilega hamingjusaman er það viðhorf að viðhafa þakklæti í lífi sínu. Ef við erum stöðugt í leit að hamingju þá er nokkuð ljóst að við erum ekki þakklát fyrir það sem við höfum. Hamingjuleit leiðir okkur framhjá öllu mögulegu sem við eigum og ekki eigum.  

Við teljum okkur í trú um að ef við getum átt ýmiss konar hluti eins og t.d. sportbíla og stórar fasteignir, þá verðum við ósjálfrátt hamingjusöm, sem gæti allt eins verið en samt ekkert endilega. Ef við kunnum ekki að vera þakklát fyrir það sem þó eigum, þá kunnum við allt eins ekkert að meta það sem við höfum. Allt verður svo innantómt og við höldum áfram að versla eitthvað. Tómleikinn er innra með okkur sjálfum, ef við spáum í því. 

Það er fjölmargt til þess að þakka fyrir. Að eiga tannbursta er þakkarefni, kæliskáp eða frystikistu. Að geta farið út í búð og verslað sér hollt að borða, drukkið vatn úr krananum, farið í sturtu, átt falleg föt og m.fl. Það er hægt að halda áfram með þakkarefnin svo til endalaust.  Takk fyrir líf og heilsu, vini, fjölskyldu, heimili, bíl, áhugamál ...

Ég hef legið yfir fjölda bóka og skoðað ótal vefsíður í tengslum við þetta umræðuefni. Eitt af því sem mælt er með er að búa til þakklætislista og skoða hann oft, helst á morgnana. Skoða þetta svo aftur og aftur og ef maður er ekki hamingjusamur fyrir, þá getur þetta akkúrat ýtt manni af stað í gleðina. Listinn þarf ekki að vera langur, kannski einhver 7 atriði eða svo til að byrja með.

Sú hugmynd hefur læðst að mér að þakklæti væri hægt að iðka í botn og þakka þannig fyrir allan #$%&.  Þegar maður hins vegar hefur ekkert til að þakka fyrir, eða m.ö.o finnst maður ekki hafa neitt til þess að þakka fyrir, þá vantar vissa gleði inn í lífið.  Sönn gleði leiðir af sér hamingju.  

Takk fyrir þetta og hitt. Lífið sjálft,  liti og ljós, hlýju og yl, svefn og drauma. 

 

images?q=tbn:ANd9GcR0bdIex8sTwmb8D1Pvd4NMemMKu9GZ8vyNSuairDw4YbILwxfM

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband