Athyglisvert logó með smá breytingum

Ég var nýverið að leika mér á netinu, hangandi á Youtube og alls konar síðum sem er ekki frásögum færandi nema hvað stundum rekur maður augun í hluti sem eru nokkuð athyglisverðir. Nú ætla ég ekki að fara neitt mikið lengra en það sem ég hef í höndunum og held mig við hina faglegu iðju rannsóknarmanns að efast þangað til hann getur það ekki lengur, verandi fullur röksemda, trúa ekki hverju sem er o. s. frv.   

Gott og vel. Það sem ég er að hugsa um núna í þessari grein er þetta logo hér:

mynd (1)

Þetta merki tilheyrir Republicana flokknum bandaríska. Litríkt merki og flott. Því miður eða sem betur fer, hvort heldur sem er,  þá komst þess flokkur ekki til valda núna síðast, né heldur þar síðast, Obama er demókrati. Hann og sá flokkur er ekki til umræðu hér þannig að þar við situr í bili. 

Nema hvað þetta merki vekur undrun mína þessa stundina og ég velti því sérstaklega fyrir mér afhverju ákveðið var að breyta merkinu. Í rauninni þá var þessu ekki merki ekki mikið breytt, smávægilegt fiff, varla að maður taki eftir því við fyrstu sýn.

Horfðu á stjörnurnar á þessu listaverki.  

 

Svo langar mig til þess að koma með aðra mynd sem ég fann einnig á netinu og vekur vissulega athygli mína og þá sérðu strax um hvað ég er að tala.  Það er búið að breyta stjörnunum, 

mynd 2á þessari mynd hér er búið að snúa þeim á hvolf. Þær snúa einfaldlega öfugt miðað við fyrri myndina og einmitt það minnir á svolítið annað. Kem með það síðar.  Til þess að vera viss um að vera ekki að fara með fleipur vegna þess að sumir eiga það til að föndra við myndir, breyta þeim öðrum til leiðinda eða þaðan af verra, þá fór ég inn á heimasíðu þessa flokks (þar hafa þeir þetta svona), og þaðan inn á facebook og þar er þetta merki líka í einhverri mynd, allavega svona stjörnur og þær snúa á hvolfi.  

Ætli þetta sé hugmynd komin frá  Bush yngri?  

 Þegar við horfum beint á þetta núna þá sér maður umsvifalaust eitthvað sem minnir mann á hann kölska. Ég ætla samt ekki að hengja þann stimpil á þessar myndir hér eða draga einfaldar ályktanir. Kannski fannst einhverjum þetta bara flott og datt í hug að hafa þetta svona án þess að vera nokkuð að spá í því meira eða með neitt dýpri hætti. Hvað veit ég. Ætli nokkur maður sé að spá í þess neitt alvarlega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband