Vinsælt merki þessa dagana

Kannast þú við merkið hands of horns?  Svo ég útskýri fyrir þér strax um hvað ég er að tala þá er ég að meina merki þar sem þú lyftir upp hendinni, hefur vísifingur og litlafingur uppí loftið, hefur löngutöng og baugfingur niðri, og síðan annaðhvort með þumalinn út í loftið eða hann staðsettan á baugfingri og löngutöng.  Ef þú ferð á google og slærð inn - hands of horns eða hook em horns þá færðu strax upplýsingar um þetta og ef þú prufar að fara í - images, þá sérðu fjölda skýringarmynda.  

080106eldiablo

Ástæða þess að ég er að tala um þetta merki hér, er vegna þess að hinn ágæti og stórmerkilegi maður George W. Bush hefur verið með það á lofti alveg hreint þó nokkuð. Alveg stórmerkilegt hvað hann vill vera að koma þessu við. Og til hvers?

Þetta tákn getur þýtt allt mögulegt reyndar. Þungarokkarar hafa verið með þetta tákn, eins og m.a. á tónleikum, voða gaman.  Hin blinda og heyrnarlausa Helen Keller notaði þetta tákn sem tákn um ást - I love you. Þetta er háskólamerki sumstaðar í BNA eins og t.d. í háskólanum í Texas.  Þar heitir það Hook em´horns og er oft notað á íþróttaviðburðum. Oft líka sem bless eða um leið og einhverju lýkur. 

Það er notað á Ítalíu í tengslum við hjátrú, ef þú lendir í slæmum aðstæðum, þá ertu með þetta til þess að losna við óheppni. Sumum finnst þetta bara flott, fjöldi frægra hefur sést með þetta á takteinum. Það er lítið mál að sjá alls kyns fólk með hendurnar svona.  Meira að segja páfinn fyrrverandi (sem var að enda við að segja af sér) hefur sést veifandi þessu. Kannski er hann bara að fylgja hinni ítölsku hjátrú eða það hefur einhver verið að fikta við myndirnar af honum. Það skal ósagt látið hér.  

En svo er eitt í viðbót sem er sú staðreynd að djöfladýrkendur hafa líka verið að sýna merkið, þú getur rétt ímyndað þér hvers vegna.  Það eru til fleiri merki sem tilheyra þessari dýrkun en hér verður aðeins talað um þetta eina. Anton S. Lavey kom eitt sinn fram í sjónvarpsþætti og sýndi sjálfur táknið. Auðvelt er að finna það að á YouTube.  

 Nú er George Bush ekki Ítali og býr ekki þar, hann er ekki þungarokkari, en hann var líklega í háskólanum í Texas og heldur vafalaust upp á þann skóla. Hvers vegna er hann samt með þetta merki einhversstaðar erlendis?  Kannski fylgir hann Helen Keller að málum í sambandi við hvað hann sé að meina með þessu. En öll hans fjölskylda er með þetta reyndar líka. Þegar dóttir hans Jenna fór til Noregs 1985 þá kom táknið alveg umsvifalaust með henni, en um leið  urðu þar í landi nokkuð hörð viðbrögð vegna hugsanlegrar tengingar við djöfladýrkun. Ýmsir vilja tengja nefnda fjölskyldu við þann möguleika en það verður ekki gert með neinum sérstökum hætti hér. Hver getur dregið sýnar ályktanir á eigin ábyrgð.  

bush_satan_hand

 Ef við miðum við að þessi mynd sé tekin í Texas í tengslum við einhvers konar íþróttaviðburð, þá er vel skiljanlegt hvers vegna þau tvö eru með hendurnar svona á lofti. Afturámóti hinsvegar ef við ætlum það að þetta sama fólk sé í rauninni staðsett einhvers staðar annars staðar eins og t.d. við opinbera heimsókn í Evrópu, þá vandast málið aðeins. Þá skilja fæstir hvað þau eru að meina. Hugmyndin sjálf fellur inn í tilgangsleysi ef aðstæðurnar eru ekki réttar og fólk er ekki til staðar sem í rauninni skilur skilaboðin. 

 Svo er önnur mynd sem gæti kannski verið eitthvað fiff en ég efast samt um það. George fór eitt sinn í opinbera heimsókn til Englandsdrottningar og það var tekin mynd af því tilefni. Hver hefði svo sem ekki verið uppi með sér að fá eina slíka í safnið, nema kannski einhverjir sem eru lítt hrifnir af slíku prjáli, en látum það samt vera.

sign

 Þessi mynd er ekki neitt ýkja stór. Ef þú stækkar hana aðeins upp, þá sérðu að Bush er þarna standandi við hliðina á drottningunni og með þetta tákn. Þetta er ekki slæmar aðstæður til þess að vera í, hann er ekki meðal þungarokkara, háskólinn í Texas er langt í burtu, Bush er ekki Ítali og þarna er hann ekki við Miðjarðarhafið, og svo annars... við hvern vill hann segja I love you, ef það er málið? 

Til þess að stækka texta eða efni á skjá, haltu niðri ctrl og ýttu á ö. Til þess að fara til baka og gera textann eins og hann var, haltu ctrl takkanum niðri og ýttu á 9.  Þannig geturðu aðeins stækkað þessa mynd.  

Þá er ekki margt eftir til þess að segja, nema kannski einn möguleika sem tengist einfaldlega Kölska sjálfum. Fyrir því höfum við í sjálfu sér engar sannanir. Okkur skortir hreint og beint frekari upplýsingar. Hið skemmtilega við þetta aftur á móti er hversu óljós skilaboð þetta eru. Ef þú hins vegar veist svarið við spurningunni þá endilega komdu með það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband