Ótrúlega merkilegur samanburður

Mörgum hefur þótt einkar gaman að bera saman líf tveggja forseta Bandaríkjanna, þeirra Abrahams Lincoln og John F. Kennedy.  Þeir voru báðir forsetar með hundrað ára millibili, báðir myrtir áður en kjörtímabili þeirra lauk, eru með jafnmarga stafi í nafninu sínu sem og morðingjar þeirra, eftirmenn beggja báru eftirnafnið Johnson, listinn er nánast endalaus. Morðingi Lincolns flúði úr leikhúsi og endaði í vöruhúsi; morðingi Kennedy flúði úr vöruhúsi í bíóhús. Það er hægt að finna nokkuð langan lista á netinu þar sem að farið er í alls konar svona eitthvað.  

En það er til fleira svona sem gaman er að skoða. Þær Marylin Monroe og Díana prinsessa eiga líka margt sameiginlegt. Svo margt eiga þær tvær sameiginlegt að það er engu minna sérkennilegt. 

Annex - Monroe, Marilyn (Niagara)_10

Þær eru báðar fæddar að sumri til. Marylin Monroe er fædd 1. júni 1926. Díana er fædd 1. júlí 1961, þannig að þær fæðast báðar við upphaf síns sumarmánaðar.

Þær finnast báðar látnar í ágústmánuði, 36 ára að aldri.  Marylin deyr 5. ágúst 1962. Díana deyr 31 ágúst 1997.

Andlát beggja ber þannig að höndum að búnar hafa verið til samsæriskenningar í kringum dauðdaga þeirra. Ýmsir telja að Marylin hafi verið myrt; sama er um Díönu. Í báðum kenningum er að finna ótta einhverra manna við það að þessar konur væru að fara að uppljóstra einhverju sem almenningur mátti alls ekki vita. Í tilfelli Marylin þá ætlaði hún að hafa blaðamannafund að morgni hins 6. ágúst. Díana gat líka orðið að uppljóstrara í tengslum við breska konungsdæmið.  

Þær voru báðar ljóshærðar stjórstjörnur sem giftust eða voru í tygjum við heimsfræga menn.

Báðar eru þær að lenda í einskonar óhamingju samfara mikilli frægð.  

Þær lenda báðar í höggi við þunglyndi einhvern hluta ævi sinnar.  

Þær reyndu báðar að fyrirfara sér.

Lagið Candle in the Wind með Elton John fjallar upprunalega um Marylin Monroe. Þegar Díana dó þá

058ákvað hann að nota sama lag en breyta hins vegar textanum. Lagið flutti hann við útför Díönu og það er í eina skiptið sem hann hefur flutt þá útgáfu af laginu opinberlega. Viðfangsefnið er hið sama í báðum textum, goðsögnin lifir áfram þó svo að slökknað hafi á kertinu, einum of snemma. 

Það er einkar athyglisvert að lesa bók sem skrifuð var um Díönu prinsessu (gefin út 1992) sem heitir einfaldlega Díana.  Maður veltir fyrir sér hvers vegna í ósköpunum hún í rauninni fer út í þetta hjónaband. Hvers vegna Karl giftist ekki Kamillu. Allavega þá var líf hennar þarna sem hertogaynja af Wales einkar gleðisnautt og greinilega leiðinlegt. Tilfinningalaust og kalt.  

Í sjálfu sér er auðvitað ýmislegt sem er þeim tveim ekki sameiginlegt. Eftir sem áður þá virðist það vera einhvers konar ástleysi sem báðar eru að kvarta undan. Að vera frægar en samt ekki elskaðar, eins og þær vildu sjálfar.

Sem segir okkur í rauninni aðeins eitt, að það lifir enginn án ástar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

að bæði Lincoln og Kennedy börðust fyrir borgaralegum réttindum?

að Lincoln var kosinn forseti árið 1860?

að Kennedy var kosinn forseti árið 1960?

að báðir voru myrtir á föstudegi með eiginkonur sínar sér við hlið?

að báðir voru skotnir í hnakkann?

að mennirnir, sem tóku við forsetaembættinu eftir báða, hétu Johnson og voru demókratar frá Suðurríkjunum.  Andrew Johnson var fæddur 1808 og Lyndon Johnson 1908?

að John Wilkes Booth var fæddur 1839 og lee Harvey Osvald 1939?

fengið að láni ..."að Booth og Osvald voru frá Suðurríkjunum?-

að eiginkonur beggja forsetanna misstu barn á meðan þær bjuggu í Hvíta húsinu?

að einkaritari Lincolns, sem hét Kennedy, varaði hann við að fara í leikhúsið?

að einkaritari Kennedys, sem hét Lincoln, varaði hann við að fara til Dallas?

að John Wilkes Booths skaut Lincoln í leikhúsi og flúði í vöruhús?

að Lee Harvey Osvald skaut Kennedy frá vöruhúsi og flúði í leikhús?"

Hörður Halldórsson, 15.6.2013 kl. 16:36

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

fengið að láni ..."átti að vera fyrir undan textann.

Hörður Halldórsson, 15.6.2013 kl. 16:40

3 identicon

Hörður: Fengið að láni, og margt hvert vitlaust.

Sjá hér http://www.snopes.com/history/american/lincoln-kennedy.asp

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 15.6.2013 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband