21.5.2008 | 12:46
Best að vera mjög varkár á netinu
Internetið er ábyggilega ein hin mesta bylting sem orðið hefur á undanförnum tæplega 20 árum eða svo. Þróun netsins hefur verið alveg æðisleg. Nú er hægt að panta miða á leiksýningar, bíó, í flug og hvaðeina fyrir framan tölvuna, prenta út og fara svo. Borga alla reikninga....millifæra og æi lenda í glæpasamtökum og glata hrikalegum upphæðum á einum degi. Bara vegna þess að einum tölvupósti var svarað.
Hér í gamla daga þá voru vírusar og vesen mest megnis vegna þess að einhverjir ungir tölvunördar út í heimi vildu láta bera á sér. Í dag eru heilu glæpasamtökin að störfum með öngulinn úti til þess að krækja í peninga grunlausra netnotenda. Spáið í því að það er sífellt verið að finna út nýjar leiðir til þess að plata fólk. Samt virðist það vera svo, hver svo sem aðferðin kann að vera að grunnhugmyndin breytist mjög lítið. Iðulega er hún svona: Sendið okkur pening og þá færð þú eitthvað í staðinn eða farið og sækið peninginn. Hér um árið létu t. d. nokkrir vesturlandabúar plata sig til Nigeríu til þess að sækja einhverjar fjárupphæðir. Við komuna voru þeir rændir öllu og eða týndu jafnvel lífi. Þvílíkt vesen.
Best er að virða ekki viðlits tölvupósta með boðum um vinnu, þátttöku í millifærslum einhvers konar, að leysa út happadrætti, né heldur boðum um að hjálpa einhverjum ókunnugum persónulega sem lent hefur í veseni og vantar aðstoð. Hversu miklar líkur eru á því að maður útí heimi sem veit ekki hver þú ert, sé tilbúinn til þess að láta þig hafa peninga (í þóknun), jafnvel fúlgur fjár, þó svo að þú hafir hjálpað honum með einhverjum peningagjöfum? Maður á aldrei að gera neitt fyrir neinn sem maður veit ekki hvort að geri eitthvað fyri einhvern yfirhöfuð eða m. o. ö. veit ekki hver er!
Varað við tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.