23.5.2008 | 14:10
Er geimvera af eðlutegund í valdamesta embætti heims?
Bandaríkjamenn hafa sumir hverjir alveg stórfurðulegar hugmyndir um forseta sinn. Á sama tíma er menn með alls konar hugmyndir um samsæri fárra manna sem hafi hvað helst hug á því að stjórna heiminum. Nú er Bush forseti kallaður ýmsum nöfnum. Hann á að vera anti-kristur og satanisti sem á að hafa selt sál sína djöflinum. Svo dettur sumum í hug að hann sé einhvers konar geimvera af eðlukyni. Þannig séu allir í kringum hann í rauninni eðlur með löngun og þrá til þess að búa til lögregluríki á jörðinni. Þáttastjórnandinn Larry King fær auk þess þann vafasama heiður að tilheyra þessu eðlusafni. Ekki nóg með þetta heldur mun afi Bush, Prescott, hafa átt í leynimakki við Hitler sjálfan og skaffað honum peninga til styrjaldareksturs.
Samsæriskenningar lifa núna góðu lífi í Bandaríkjunum. Það er ekkert mál að finna hitt og þetta um Bush feðga, 11. september og hugmyndir um fasisma þeirra fyrst nefndu. Lítið mál er að fletta þessu upp á YouTube og þar er hægt að finna misviturleg myndskeið í stórum stíl (sumt er svo illa gert og heimskulegt að það er ekki horfandi á það). Þá er auk þess búið að gefa út þó nokkuð af DVD diskum þar sem Bush og öll hans ríkisstjórn er tekinn í bakaríið. Mynd Michael Moore Farenheit 911 er í þeim hópi ekki mjög hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush.
Útvarpsmaðurinn Alex Jones gaf út þriggja tíma disk fyrir tveimur árum sem heitir Terrorist Storm. Sú mynd er hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush og þar er beinlínis sagt að árásin á Bandaríkin 11. september hafi verið að undirlægi Bandaríkjamanna sjálfra, til þess að réttlæta stríð og gera árás á Afganistan og Írak. Slíkt eiga Bandaríkjamenn víst að hafa gert áður eins og t.d. þegar skipið Lúsitanía var sent af stað á tímum fyrri heimsstyrjaldar með bæði fólk og vopnabirgðir um borð. Því var sökkt af Þjóðverjum og þar með höfðu Bandaríkin átyllu til þess að fara í stríð. Hitler á að hafa fundið sér átyllu til þess að ráðast á Pólland í seinna stríði en þá var fundinn pólskur karlmaður, hann klæddur í hermannaföt og skotinn. Síðan var látið líta út fyrir að hann hefði ætlað sér að gera árás á þýska varðstöð. Þjóðverjar höfðu þar með ástæðu til þess að ráðast á Pólland 1. september 1939.
Hvernig svo sem þessu er á botninn hvolft þá virðist Bush ekki njóta mikilla vinsælda sem forseti Bandaríkjanna. Hvað samsæris kenningar varðar, þá verður hver og einn að gera upp við sig hvað satt er í þeim efnum. Þær eru samt sumar hverjar alveg ferlega skrítnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.