26.5.2008 | 17:00
Vandræðalegt viðtal við David Schirmer
Hefur þú lesið bók sem heitir The Secret? Þessi bók hefur vakið heimsathygli og verið þýdd á ótal tungumál. Á íslensku heitir hún Leyndarmálið. Samhliða þessari bók hefur verið gefinn út DVD diskur þar sem sama fólk og birtist í bókinni er að segja frá leyndarmáli sem hefur verið til í 2000 ár.
Til þess að rifja í stuttu máli upp hugmyndina um þetta leyndarmál, þá snýst það um það að þú getir fengið allt það sem þig langar í. Það eina sem þú þarft að gera er að óska þér, trúa því að þér hafi hlotnast það og þvælast svo ekki fyrir alheimskraftinum meðan hann er að framkvæma óskina. Þannig getur þú óskað þér hvers sem er, spurningin er einungis hvað það er sem þú vilt að þér hlotnist. Ást, hamingja, betra hjónaband, peningar, hús eða frægð. Þú ert þannig það sem þú hugsar og dregur að þér hluti samkvæmt þínum eigin hugsanagangi. Alheimurinn gerir engan greinarmun á neikvæðum eða jákvæðum hugsunum. Þú færð það sem þú biður um, hvort sem þú hefur vitund um það eður ei. Þess vegna er best að vera jákvæður og draga að sér eitthvað gott! Eða svo segir þessi speki. Ok, dók.
Þá er það vandræðagangur sumra sem tengjast Leyndarmálinu. Einn af þeim sem sjást á DVD disknum og birtist einnig í bókinni er David Schirmer. Þessi maður er þekktur fjárfestir í Ástralíu og milljónamæringur. Hann á stórt hús, tennisvöll, sundlaug, og fallegan garð svo eitthvað sé nefnt.
Það sem skeði á síðasta ári í lífi þessa manns er að hann tók að fjárfesta fyrir fólk fyrir tugi þúsunda og jafnvel allt að 100.000 dollara. Öllu þessu fólki lofaði hann hagnaði en síðan gerðist ekki neitt og það veit enginn hvað varð um alla peningana. Í íslenskum krónum þá erum við að tala um fleiri milljónir íslenskra króna. Þá skuldar hann einnig starfsfólki sínu laun.
Sjónvarpsviðtal sem tekið var við Schirmer á síðasta ári í tengslum við þessi fjármál er hið vandræðalegasta sem hægt er að finna á YouTube svo víða væri leitað. Undir lok þessa viðtals lofar Schirmer því að borga fólkinu til baka þann pening sem hann skuldar því, en heilu ári eftir þetta viðtal, hefur ekkert bólað á endurgreiðslum og hann neitar öllum viðtölum.
Það er eins og það vanti alla hugmynd um kærleika gagnvart náunganum í leyndarmálið. Allavega virðist það vera svo hjá David Schirmer.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.