Eckhart Tolle. A New Earth.

Það var kvöld eitt í apríl eftir leikhúsferð að mér var gefin bók. Það var nokkuð hlýtt veður en aðeins tekið að skyggja í einu af þægilegri hverfum þessa heims, hverfinu þar sem allt er alltaf svo rólegt og laust við asa og læti. Þar var mér gefin þessi gjöf frá frænku minni sem á heima í útlöndum. Þetta skyldi vera eins konar skilnaðargjöf þangað til við hittumst næst.  Úr bréfinu kom appelsínugul bók eftir Eckhart Tolle sem heitir A New Earth. Láttu mig vita hvað þér finnst um þessa bók sagði frænka mín við mig um leið og hún kvaddi mig. Fylgi þér alltaf farsældin. 

Tolle! Kom upp í huga minn. Maður sem er á fullu við að segja viturlega hluti. Aðallega í míkrafón. Það er hægt að finna hann á Youtube þar sem hann situr á stól og talar rólega til fólks. Í lengri tíma. Aleinn og enginn með honum.  Mér hafði verið bent á þennan mann einu sinni áður. Það var sl. vetur og þá var kveikt á honum í smástund og slökkt á honum nánast jafnharðan. Svo varð einnig um þessa bók að hún fékk að vera óáreitt í hillu þangað til í fyrir þrem dögum að smá uppgötvun leiddi mig til hennar aftur. 

anewearth_cover_90x90Þetta er bók sem maður les hægt. Suma kafla oftar en einu sinni. Án þess að grípa allt hrátt sem Tolle segir þá er margt mjög athyglisvert. Hann er t. a. m. með ágætan skilning á orðum Krists og hugmyndir hans eru djúpar og hann sér hlutina út frá ákveðinni rósemd. Okkur hættir víst til að vilja fara of hratt og að við náum ekki að njóta augnabliksins. Kannski að það eigi einmitt erindi til nútímamannsins sem alltaf er á fleygiferð og finnur sér aldrei stund til að staldra við vegna þess að það er alltaf svo mikið að gera og í svo mörg horn að líta. 

Youtube. Þar er Eckhart Tolle að tala í míkrafóninn sinn og það oftar en einu sinni. Þar er hann reyndar einnig að gera svolítið annað. Sem kom nokkuð á óvart og varð kveikjan að meiri áhuga hjá mér. Hann er víst í miklu uppáhaldi hjá Oprah Winfrey og þau eru með kennslustundir saman sem hófust í mars og stóðu samfleytt í 10 vikur.  Sem þýðir að það er hægt að sitja nokkuð lengi við tölvuna og fylgjast með kennslustundum þar sem þau tvö sitja í hvítum hægindastólum, spjalla um bókina og svara spurningum frá hlustendum. Það er samt með þetta eins og svo margt annað. Hvernig borðar maður fíl?  Með því að taka einn bita í einu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband