31.5.2008 | 10:18
Göngutúr í rigningu og vangaveltur um bók Eckhart Tolle - A New Earth.
Göngutúrinn í rigningunni geymdi fjölda augnablika þar sem hugsað var um þessa einu bók. Hundurinn skoðaði á sama tíma allan þann gróður sem náð hafði að fanga athygli hans. Hann þefaði, skoðaði betur, pissaði á völdum stöðum og hélt svo áfram í áttina að næsta áhugaverða stað.
Hugurinn er brjálaður segir Tolle. Hann æðir áfram í sífelldri þörf fyrir allt það sem hann telur að fullnægi þörfum hans, en hann getur ekki staldrað við og notið augnabliksins eða þess að njóta þess einfalda í náttúrunni.
Hundurinn nýtur þess að staldra við og skoða. Þessi stóri brúni íslenski rakki með hringaða skottið sem er ekkert að spá í því að hann sé að þefa af blómi sem óx um daginn og deyr kannski á morgun. Né heldur er hann að velta því fyrir sér að þarna sé eitthvað sem hafi eitthvert heiti meðal manna. Eins og það í rauninni skipti nokkru máli.
Bókin hans Tolle er aftur og aftur í huga mínum. Tolle hefur bókina á því að tala um fyrsta blómið sem varð til fyrir einhverjum milljónum ára. Eitthvað sem upplifði sólarupprás og sólarlag. Upphaf eilífrar hringrásar sem nær til okkar dags. Og í nútímanum höfum við heiti yfir fleiri þúsundir plantna og öll hafa þau einhver latnesk heiti sem helst má finna í uppflettiritum. Tolle er alveg sama um nöfn. Þau trufla alla upplifun. Það er miklu betra að staldra við og upplifa, finna ilm eða mýkt eins og mýktina af rósablaðinu. Gleyma sér síðan og vera bara.
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.