23.6.2008 | 14:55
16.000 manns í salnum, ungur prédikari og enginn kross á sviðinu!
60 mínútur sýndi í gær frétt þar sem fjallað var um prédikarann Joel Osteen. Hann er að mörgu leyti athyglisverður. Salurinn hans er í Houston og er fyrrverandi körfuboltavöllur sem rúmar um 16000 manns. Svo er sjónvarpað frá samkomum hans og á þær horfa nokkrar milljónir. Boðskapurinn? Jú hann er í formi þess sem kallað hefur verið prosperity message. Sá boðskapur er þannig að þeir sem hafa fundið endurlausn fyrir tilstilli kristinnar trúar, fái í staðinn auð og ríkidæmi.
Hvað með fólk sem býður og biður og fær aldrei neitt? Osteen var spurður að því. Jú, hann sagðist hjálpa fólki til þess að komast með jákvæðu hugarfari í gegnum erfiðleikana í lífinu. Svo vildi hann einfalda boðskapinn eins mikið og hægt væri. Sykurpúða-guðfræði hefur guðfræði hans verið kölluð. Sérstaklega vegna þess að hann er ekkert að fjalla um synd, þjáningu eða dóm. Það er allt svo ofsalega jákvætt einhvernveginn og ef þú elskar Guð og ef Guð elskar þig á móti, þá muntu bera mikinn ávöxt og blómstra. Einhverjum kann að finnast þetta einum of einfalt. Þannig er bara þessi boðskapur. Hann er ekkert flókinn og á bara heima í Bandaríkjunum (kannski í Kanada líka). Merkilegt hvað mönnum tekst síðan að fylla heilu fótboltavellina með jafn einföldum boðskap. Já, já, svo stórgræða menn á þessu og það veit enginn hversu gróðinn er mikill. Trúarstofnanir í Bandaríkjunum eru víst alveg lausar við skattayfirvöld og það þarf ekkert að gefa neitt upp.
Aumingja blessuð litlu börnin í Afríku...
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En bíddu við, hvurning græða þessir dúddar? Þarf ég að borga inn til að fá upplýsingar um að guðinn í mínu hjarta elski mig á móti ef ég elska hann?
Væri það ekki álíka heimskulegt og hringja í rafvirkja og borga honum fyrir að koma heim til mín til að prufa að kveikja á sjónvarpinu til að sjá hvort það virki?
Aðalheiður Ámundadóttir, 23.6.2008 kl. 15:03
Það kemur inn fé fyrir tilstilli sjónvarpsútsendinga. Efnið er síðan selt til fleiri landa. Svo eru samskotabaukar látnir ganga á milli fólks á hverri samkomu. Margir borga tíund til safnaðarins. Samanlagður gróði nemur fleiri milljónum dollara í hverjum mánuði. Það er aftur á móti ókeypis inn.
Þórður Guðmundsson, 23.6.2008 kl. 18:37
Allt snýst þetta jú um auglýsinga tekjur og svo hefur sennilega þessi gaur gefið út helling af bókum og pésum eins og gjarnt er um þá sem vilja ná inn tekjum í þessum trúarbransa. Svo eru ógleymdar tekjur af netsíðum og auglýsingum þar, gjöfum til nefnds trúarleiðtoga og inngöngueyrir fólksins sem hefur tapað von sinni og margir gestanna hafa gengið í gegnum helvíti í sínu lífi og trúa hverju sem er til sáluhjálpar sinnar og bættrar líðanar.
Baldur Gautur Baldursson, 24.6.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.