Brot úr degi

Yndislegt veður í dag í Reykjavík. Sól og 16 stiga hiti. Skrapp í bæinn seinnipartinn að skila bók og ætlaði kannski að taka aðra að láni. Fann samt ekkert spennandi.  Þar með lá leiðin eitthvað annað. Ís með dýfu og labba svo áfram. Austurstrætið og síðan inn á Hressó.  Æðislegur staður Hressó. Notalegt að setjast þar niður og horfa á mannlífið út um gluggann. Annars vakti meira athygli mína grein í Nýju Lífi um Ólaf Darra leikara. Skemmtileg grein; gaman að lesa um þennan bráðskemmtilega leikara. Darri er góður leikari og alltaf gaman að sjá hann leika, hvort sem það er í sjónvarpsmyndum, bíómyndum eða á sviði.

Fékk mér samt ekkert á Hressó, aldrei þessu vant. Fæ mér vanalegast kakó með röri á þessum stað. 

Á leiðinni heim... heyrði af því í útvarpinu.  Mikið hvað íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er frábært. 7 - 0 sigur á móti Grikkjum. Ekkert smá hvað þær eru frábærar. Til hamingju með sigurinn :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband