Það er gott að búa á Íslandi!

 Endalaust birtast manni fréttir af einhvers konar hryðjuverkum, hernaðaraðgerðum og alls konar sprengingum utan úr heimi.  Eða hefur þú einhvern tíma hugleitt það hvernig tilfinning það sé að taka upp byssu, miða á einhvern og skjóta hann? Þeir eru allavega að slíku þarna í Pakistan sem er gömul saga og ný. Þessi heimshluti hefur verið svona lengi og verður það ábyggilega í einhver ár í viðbót. 

Í stríði er þunn rauð lína milli lífs og dauða. Oft getur verið hrein heppni hver lifir og hver deyr í slíku ati.  Bara spursmál um hvar sprengjan fellur eða hvar menn voru staðsettir.  Svo kemur fréttin um stríðið í blöðin eða á netið og vekur litla athygli þar sem að Pakistan er langt í burtu og eiginlega enginn hefur komð þangað, auk þess sem fæstir vita hvernig tilfinning það er að lenda í stríði. 

Fréttin segir manni því ekki margt nema helst það eitt að það eru átök einhvers staðar útí heimi, svona eins og alltaf, öðru hvoru.  

Mikið hvað það er eftir sem áður gott að búa á Íslandi þar sem ungir menn þurfa ekki að fara í stríð og geta hangið heima í tölvuleikjum, hlaupið út undan sér og skemmt sér endalaust þangað til þeir festa ráð sitt.  Og það er ekkert minnismerki til um fallna íslenska hermenn. Sem betur fer. 

 

 
mbl.is Uppreisnarmönnum verði útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband