Þvílíkt og annað eins óvenjulegt.

Nú er maður búinn að horfa á þetta myndband a.m.k. tvisvar og það er einsog þegar maður er að horfa á þetta að umræðan þarna sé í sjálfu sér ekkert sérstaklega djúp einhvernveginn; hún er bara skrítin ef eitthvað er. Vissulega samt er Sigmundur þarna nokkuð óvenjulegur í ræðustól, með engan pappír með sér, hallar sér fram á ræðustólinn og talar einsog uppúr sjálfum sér á staðnum. Fyrir mig ókunnugan öllu öðru en því að hér stígi á stökk ræðumaður með eitthvað að segja, þá  virtist mér eins og maðurinn væri í glasi. Og það kom á daginn að  Sigmundur hafði einmitt fengið sér í glas fyrir þennan fund. 

Athugum samt eitt og það er það að Sigmundur er reiðubúinn að horfast í augu við sjálfan sig  þ.e.  hann biðst velvirðingar á hegðun sinni. Þar er Sigmundur maður að meiri.  Margur er þannig að hann sér ekki sjálfan sig, að eigin gerðir geti einhverntíman verið rangar. Allt er réttlætt eða horft framhjá því. Allt er öðrum að kenna, og afsökunarbeiðnir eiga sér hvergi stað. Svo æða menn áfram eins og naut í flagi.

Það eru mörg stærri og erfiðari mál til þess að klára núna þessa dagana. Þetta mál má ekki fá of langan tíma, en Sigmundur er tiltölulega nýkominn á þing og á að fá sitt tækifæri til þess að leggja sitt að mörkum. Þetta voru óheppileg og heldur slæm mistök hjá Sigmundi eins og gefur að skilja en það hlýtur að vera hægt fyrir hann Sigmund að gera betur en þetta. Er það ekki?

Gangi þér vel á þingi í framtíðinni Sigmundur Ernir.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband