Alveg hræðilegt

Það er alveg ótrúlegt ef satt reynist (en svo virðist vera) að einhverjum skuli hafa dottið það í hug að fara og bera elda að Laugarásvídeóleigunni. Þvílík hörmung að missa þessa leigu svona.  Svo dettur einhverjum í hug að eigandinn sjálfur hafi tekið þátt í þessu og framkvæmt. Það er hrein endaleysa að halda slíku fram, hreint út sagt algerlega út í hött.  Að hugsa sér að þarna fuðra upp á einu augabragði yfir 200 milljónir króna. Það þarf mann með einbeittan brotavilja til þess að ráðast á með þessum hætti; sem og er alveg sama um líf og limi fólks sem býr á næstu hæð fyrir ofan.

Laugarásvideóleigan var eðalleiga og það var gott að líta þarna við og finna sér myndefni. Ef það var ekki til annars staðar þá var það til þarna og ef ekki þarna þá hvergi (eða svona nánast).  Að staldra þarna við og spjalla við eiganda leigunnar Gunnar Jósefsson var alveg ferlega skemmtilegt í þokkabót, svona eins og tími gafst til, enda eðalmaður að eiga samskipti við. Svo gerist þetta.  Þvílík hörmung. En vonandi verður hægt með tíð og tími að byggja upp annan svona góðan stað (sem er ekki hægt að kveikja svona í).

Með samúðarkveðjum til Gunnars og þeirra sem stóðu að þessari fínu leigu með honum. 


mbl.is Eldsvoði að Dalbraut í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband