12.9.2009 | 14:44
Regndropar falla...
Þessa dagana er rigningarsuddi með litlum hléum í Reykjavík og tími til þess að klæða sig í regngallann og njóta úðans. Hann er skemmtilegastur lóðrétt niður með stórum dropum sem smella síðan á manni stöðugt uns maður er orðinn alveg hreint blautur. Án regngalla er skemmtilegt líka að fara með regnhlíf út í svona veður. Verst er samt eins og gerist oft og gengur þegar regnið er samfara vindi og regnhlífin virkar ekki neitt. Þá er auðvitað gengið undan vindi eða með regnið í fangið uns alveg blautur. Líf og fjör.
Svo eru það allir regnssöngvarnir sem ég nenni aldrei að raula með sjálfum mér vegna þess að ég man aldrei alveg textana. Raindrops keep falling on my head..I´m singing in the Rain...Here comes the rain again...It´s raining again....
Svo er aðeins að pæla smá í tengslum við rigninguna. Einu sinni héldu menn að himinninn væri bara hjúpur með svona lokum á. Fyrir ofan hjúpinn væri allt vatnið, þú skilur enginn útgeimur eða neitt svoleiðis. Tunglið væri hengt á hjúpinn og sólin líka. Síðan þegar Guði þóknaðist að opna einhverjar gáttir, þá féll rigningin niður. Seinna fylltist síðan allt eins og í baðkari þegar Nóaflóðið varð.
Blessuð rigningin sem vökvar allt og var fólki svo bráðnauðsynleg fyrir botni Miðjarðarhafs að heimsýn þess var svona. Þegar lífsbaráttan er þannig að það er ekki til neitt sem heitir Hagkaup eða Bónus til að sækja brauð til, heldur byggist allt á jarðyrkju og uppskeru þá verða þessir rigningardropar allir saman svo margfalt meira virði.
Það er tími í dag fyrir rigningu, á morgun kemur e.t.v. aftur rigning og síðan koma kannski hlýindi eftir það. Hver veit. Þess vegna skal farið út, öllum mögulegustu leiðindum veitt frí, regnið látið falla á líf og limi, verandi í pollagalla, regnstakk eða regngalla, þannig að allt verð hundvott þegar inn er komið á nýjan leik.
Um að gera að njóta lífsins meðan maður hefur það :)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.