Það þarf lítið til þess að gera lífið hamingjuríkt!

Einhverntíma á 2. öld eftir Krist var keisari að nafni Markús Árelíus uppi. Ekki átti hann tölvu, sjónvarp, myndbandsupptökuvélar né gat hann farið í bíó. Kannski þess vegna sem honum datt í hug að segja þetta hér: Hafðu eitt hugfast - það þarf mjög lítið til þess að gera lífið hamingjuríkt. 

Nema hvað hann var uppi á barbarískum tíma þar sem hringleikahús voru vinsæl og dauðinn var stundum framkvæmdur í miðjunni fyrir allra augum. Fótboltavellir eru hringleikahús nútímans en það er önnur saga.   Síðan eru liðnar margar aldir og allt gerbreytt í heiminum frá því sem var á 2. öld. Menn eru hættir að skylmast nema sér til skemmtunar. Byssur og önnur vopn er komið í staðinn.  En á sama tíma er risinn upp heill neysluheimur þarf sem allt mögulegt er á boðstólum. 

Auglýsingar um allt mögulegt venja fólk á neyslu og í framhaldinu á notkun greiðslukorta í stórum stíl. Kannski væri hægt að tala um einhvers konar greiðslukortahamingju þar. Þarfir geta orðið langt umfram það sem er nauðsynlegt og manni er auðvitað spurn hvort ekki sé hægt að fækka þeim.  Kínverska skáldið Lin Yutang komst svo að orði einu sinni að  lífsviskan feldist í því að losa sig við allt hið ónauðsynlega.  Sem minnir óneitanlega á orð sem Ralph Waldo Emerson lét eitt sinn falla um vin sinn látinn - hann bjó sér til ríkidæmi með því að fækka þörfunum.

Ef hugsað er um það að fækka þörfunum og spá í allar óþarfar neysluvenjur - hvað situr þá eftir? Vanalegast er það þannig að við græðgin erum sérstakir vinir og ekkert er nógu gott nema óseðjandi kortaflandur í verslunum fær að njóta sín. Jafnvel þótt góðærinu sé löngu lokið. En þegar allt mögulegt er skorið af í neysluþörfunum þá er þó alltaf eitt sem situr eftir, alltaf jafn mikilvægt samtalið við aðra. Eins og stendur í Hávamálum: Auðigur þóttumst  er eg annan fann: Maður er manns gaman.  Æi hvað lífið er stutt og maður veit aldrei hvenær þetta var okkar síðasta samtal eða síðasta stund.  En margir og sömuleiðis ég eiga það til að hugsa þannig að allt vari eins og að eilífu og breytist ekki, alla vega ekki í bráð.

Allt sem þarf til þess að finnast hamingjan hér og nú er einlægt nægjusamt hjarta sagði gríski rithöfundurinn Nikos Kazantzakis eitt sinn. Að vera nægjusamur er að þurfa ekki ósköpinn öll af hlutum til þess að láta sér líða vel.  Eitt orð þá, eitt bros og mér líður betur en áður :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband