16.9.2009 | 00:37
Hugleiðing um lífið á þriðjudagskvöldi
Stundum er erfitt að vera manneskja sagði skáldið eitt sinn. Kannski er það í einhverjum tilvika full vægt til orða tekið. Stundum er himininn ekki blár, grasið grær ekki og það blása engir vindar. Það eða höfuðskepnurnar gerast alveg stjórnlausar og heila óveðrið feykir í burtu öllu því sem ekki var búið að negla niður eða kippa inn. Hið fyrra er litlaust, átakalaust, ekkert um að vera. Hitt er full mikið af því góða; þannig að við það verður ekki ráðið nema að drífa sig í skjól.
Hér í gamla daga réru menn í öllum veðrum til að fiska. Fjöllin gátu speglað sig í haffletinum eða hann gat orðið svo úfinn að meira átak þurfti til róa til baka til lands. Fjöldinn allur af mönnum höfðu lífsbjörg af slíku; ekki fyrir svo löngu síðan. Drottinn gaf og Drottinn tók. Sumir fórust og bátar komu ekki allir til baka eftir vond veður. Hinum datt ekki í hug að gefast upp þótt að bátar hefðu farist heldur héldu áfram að berjast við hafið og ná lífsbjörg í land.
Kannski var það æðruleysið. Sumum hlutum væri ætlað að eiga sér stað. Það var ein leiðin til þess að takast á við hörku náttúruaflanna. Það er lífskraftur sem keyrir menn í að róa til sjávar og berjast við óblíð náttúruöfl, vinda sem blása og háar öldur. Þar þarf trú til, að gefast ekki upp. Að gefast ekki upp á lífinu þó svo að mótvindur sé mikill, himininn sé grár, það sé kalt og langt til lands. Einmitt þar getur lífskraftur manns verið miklu meiri en hann vissi fyrir sjálfur. Hver veit hvað í manni býr fyrr en á hann reynir. Tími er þar fyrir utan munaður sem enginn maður hefur nóg af og þeir fiska sem róa. Til að upplifa lífið og leyfa því að rætast.
Á morgun er hægt að byrja aftur, vera heill eins og maður er og halda áfram. Að treysta sjálfum sér til einhvers sem er erfitt er það sama og hafa trú gagnvart því að það geti tekist. Ef það tókst ekki, þá er að reyna aftur.
Aðdáunarvert er ekki að hrasa heldur að rísa á fætur á ný sagði Konfúsíus eitt sinn. Og hvers vegna ekki það?
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.