Að hafa nákvæmlega alla þessa kosti til að bera

 Þetta Selfossmál er með því allra leiðinlegasta sem dunið hefur á kirkjunni undanfarin ár. Hvers vegna þarf kirkjan að ganga í gegnum einhvers konar kynferðisleg þukl-mál í annað sinn á bara nokkuð stuttum tíma? Þvílík hörmung að þurfa að horfa upp á þetta í fjölmiðlum. Alveg ferlegt hvað þetta mál er erfitt, vandasamt og ætlar engan endi að taka.   Einum of viðkvæmt mál til þess að ég fari að kafa ofan í það hér eða leggja á það eitthvað sérstakt mat.  Samt eru nokkur atriði svona almennt séð sem vert er að draga fram.

Það er ekki of sögum sagt að gerðar séu miklar kröfur til presta. Þeir eiga að vera með háan siðferðisþröskuld, elskulegir, vinalegir, góðhjartaðir, vel menntaðir í guðs orði, góðir ræðumenn, góðir kennimenn, koma vel fyrir, þægilegir í viðmóti og kurteisir líka. Eða finnst þér ekki? Því miður þá er enginn prestur til á Íslandi sem hefur alveg nákvæmlega alla þessa kosti og það á öllum stundum.  En sumir eru þessu þó kannski ekki fjarri.

Hvað um það. Blessaðir prestarnir eiga það líka til, að verða þreyttir, pirraðir, svo dónalegir að kórinn í kirkjunni á skilið afsökunarbeiðni, veigra sér við að heilsa fólki vegna þess að þeir líta niður á það, skamma fólk heiftarlega fyrir litlar sem engar sakir, keyra framhjá konum sem dottið hafa á svellinu, hatast við aðra, átta sig ekkert á lítilsvirðandi ummælum sjálfs sín um viðstadda, flytja innihaldslausar prédikanir sunnudag eftir sunnudag, viðurkenna ekki eigin mistök, finnast þeir vera merkilegri en annað fólk og vilja engan veginn bjóðast til þess að reyna að leysa vandann.  Prestar eru jú mannlegir eins og aðrir en við viljum vissulega gera kröfur til þess að þeir séu ekki á þvílíku kuldalegu plani.  

Sem betur fer eru líka til góðir menn í þessari stétt sem eru henni til sóma, velviljaðir og elskulegir. En menn verða samt að gæta sín. Maður í prests-starfi getur ekki leyft sér hvað sem er og það er vont ef menn eru að fara fyrir dóm útaf hugsanlegum siðferðisbresti.  Einhver vafi um siðferði passar illa manni í prestshlutverki. Það er bara þannig.  

 


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband