28.11.2009 | 07:56
Örfá orð um þennan söfnuð og tilgangslítið tiltæki
Það er eitt sérstakt við Fíladelfíusöfnuðinn núna. Hann hefur breyst mikið síðan Einar J. Gíslason flutti eldprédikanir sínar. Þá þótti húsið stórt og nóg pláss fyrir safnaðarmeðlimi. Fyrir 20 árum síðan var hægt að halda sameiginlegar samkomur allra frjálsra trúfélaga í þessu húsi og gekk það vel. Í dag er það ekki hægt. Fíladelfíumenn eru orðnir það margir að húsið telst svotil of lítið fyrir samkomuhald og því þörf á stærri byggingu. Gott og vel.
Ef maður ætlar að sækja samkomu þarna þá verður maður að mæta snemma. Helst hálftíma fyrr, ellegar standa. Ekki finnst mér líklegt að nokkur standi á jólatónleikum safnaðarins og uppsetningin verður án efa flott hjá þeim. Þá verða safnaðarmeðlimir auk þess líklegir til þess að vilja mæta snemma og raða sér sjálfir á bekkina með löngum fyrirvara. Kossarnir yrðu þá ekki nema e.t.v. á aftasta bekk og myndavélar eru ekki að grípa neitt þar. Yfirhöfuð þá er það sýn mín þegar ég hef verið að horfa á þessa tónleika í sjónvarpi að salurinn sé myrkvaður og fókusinn sé á sviðið.
Ef þú ætlar á venjulega samkomu þarna þá getur allt eins verið líklegt að þú komist varla inn sökum plássleysis! Nema þú viljir standa eins og áður sagði. Söfnuðurinn hefur fyrir löngu yfirfyllst sökum mikillar fjölgunar kirkjumeðlima og húsakostur er orðinn þröngur enda hefur mikil trúarleg vakning orðið þarna á undanförnum árum. Ef samkynhneigðir vilja mæta þarna þá er þeim það ábyggilega velkomið en þá þurfa þeir að vera brögðóttir um sæti. Fíladelfíumenn eru sjálfir alveg ferlega brögðóttir um slíkt og auðvelt fyrir utansafnaðarmann að komast ekki lengur inn þar sem húsið er allt e.t.v. mest megnis með frátekin sæti og færri komast að en vilja.
Þessi kór er þrælvanur að koma fram. Þó svo að einhverjir fari að kyssast þarna þá er ég efins um að það hafi áhrif á kórinn sem er á fullu við að vanda sig, vel æfður, með flóðljósin á sér og myrkvaðan sal.
Ég efast um þetta kossatiltæki að það skili nokkrum árangri. Gangi ykkur öllum vel samt kæru vinir.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldar færsla :) Þó sorglegt sé að horfa upp á þessa atburði eftir að sora blað bar út það sem kallast frétt. Einn benti á að Frímúrarareglan samþykki ekki samkynhneigða í sína reglu, merkilegt nokk, hví ætli það sé.?
Linda, 28.11.2009 kl. 13:01
Frímúrarar samþykkja ekki konur í sína reglu heldur. Ég hef nú reyndar ekki heyrt um samkynhneigða, en grunar að þeir séu ekki velkomnir heldur. Segir það eitthvað um konur, eða segir það eitthvað um frímúrara?
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 13:24
Það er eitt sem ég skil ekki hjá samkynheigðum, það er að þeim líður svakalega illa að "kristna" fólkið vill ekki vera með þeim í samkynhneigðinni. Ef ég ætlaði að stofna fótboltaklúbb þá væri það ekki mitt fyrsta verk að ganga í golfklúbb og heimta að þeir breyti sér í fótboltaklúbb. Þetta er mér óskiljanlegt.
Hvernig stendur á þessari sjúklegu viðurkenningarþörf samkynhneigðra. Og svo eru þeir alltaf næstum því að fara að gráta því allir eru svo svakalega vondir við þau . . .
Annað er að kirkja eins og Fíladelfia byggir sitt starf á Biblíunni og er að reyna að fara sem best eftir því sem þar stendur. Það skal alveg viðurkennast að íslenskar kirkjur hafa stundum verið klaufar í að greina á milli syndarinnar og syndarans.
Nú bara mæta allir úr Fíladelfíu á næsta fund hjá samtökunum 79 (væri reyndar flottara að nota 69) og tala í tungum.
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 13:25
Hahahahaha! Samtökunum 79?! Sumsé á tízkusýningu hjá módelsamtökum Íslands? Nei, Axel, láttu ekki svona. Þetta er ekki góður samanburður hjá þér. Hins vegar skil ég ekki heldur hvers vegna samkynhneigðir vilja vera í ömurlega fordómafullri stofnun eins og kirkjunni, hvaða nafni sem hún nefnist...
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 15:30
Sigurjón; Rólegur, það er ekkert betra að fara úr einum fordóminum yfir í annan, kirkja Krists er bara snilld þótt fólk sé alltaf að bömmera.
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 17:18
Nei, Axel, ekki misskilja mig. Ég var nú bara að hlæja yfir því að samtök samkynhneigðra heita ,,Samtökin '78". Það er alveg ljóst í mínum huga að stofnanir kirkjunnar eru mjög fordómafullar, en sú lútherska kannske minnst.
Menn eins og þú eru ekki fordómafullir og flestar manneskjur kirkjunnar eru það ekki og jafnvel í mörgum tilvikum klerkar hennar. Hins vegar á kirkjan það til (sem stofnun) að fara of bókstaflega eftir vissum ritningum og eru það fordómar að mínu mati. Þetta er ekki beint gegn kristnu fólki, heldur kirkjunni sem stofnun.
Kveðja úr austri, Sigurjón
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 17:41
Sigurjón; Eru ekki bara allir hópar af fólki á móti einhverju eða fordómafullir gegn öðrum ? Ég t.d. komst að því þegar ég var 7ára að sennilega væri best að halda með Arsenal, ef maður gaf upp Liverpool þá lenti maður í veseni með Man Unt. og öfugt. Arsenal hafði enginn skoðun á.
Ég tel mikið sár á milli kristna safnaða á Íslandi og samkynhneigðra, ég vildi að hægt væri að lækna þau sár, og þó það kosti að einhver fái að syngja á jólunum eða tala einhversstaðar þá só bí ti.
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 18:12
Sæll Axel.
Ég veit ekki til þess að nein sár séu í raun á milli kristinna safnaða á Íslandi og samkynhneigðra. Einfaldlega að kristnir söfnuðir á Íslandi séu á móti því að meðtaka samkynhneigða. Einna sízt er ríkiskirkjan, sennilega vegna þess að henni leyfist það ekki skv. lögum, en eins og ég hef áður sagt, þá er ég hvorki trúaður (og þá alls ekki kristinn) og ekki samkynhneigður, þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta. Mér finnst hins vegar skrýtið að samkynhneigðir vilji í raun ganga í stofnanir eins og kirkjuna, sem vill ekkert með þá hafa. Það væri álíka og að svartur maður vildi endilega ganga í Ku Klux Klan...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 19:35
Miðað við lætin í þessum kristlingum þá hugsar maður hvort það sé ekki bara rétt að taka upp ásatrúna aftur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:37
Þeir sem virðast yfirleitt vita mest um frímúrararegluna eru EKKI frímúrarar.
Ykkur til fróðleiks þá meinar frímúrarareglan samkynhneigðum ekki inngöngu.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:02
Eins og ég sagði, hef ekki heyrt þetta með samkynhneigða, en það er gott að fá upplýsingar. Hins vegar er alveg klárt að konur fá ekki aðgang...
Sigurjón, 29.11.2009 kl. 06:05
Mikið rétt konur fá ekki aðgang, ekki frekar en að karlmenn fái aðgang að kvenfélögum.
Hvað ætli að margir karlmenn hafi fengið inngöngu í Hringinn eða Hvöt ?
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 10:52
Hehe, hvað ætli margir hafi sótt um?
Annars er þetta kjarni málsins. Félögum og söfnuðum er algjörlega heimilt að úthýsa hvaða þjóðfélagshópum sem þau kjósa. Algjorlega burtséð frá hvaða klásúla er varðandi það...
Sigurjón, 29.11.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.