Ekkert hissa á því!

Það er ekkert undarlegt við það að kona Tigers fari frá honum.  Svona geta menn hlaupið út undan sér. Fyrst heyrði ég af Tiger þar sem hann hafði keyrt á einhvern ljósastaur. Síðan kom frétt um það sést hefði til hans hrjótandi á grasflötinni fyrir utan húsið sitt.  Síðan kemur framhjáhald í ljós eitt á eftir öðru. Hvar endar þetta svo?

Nú spyr ég.  Geta einhver lyf komið því svo fyrir hjá manni að úr verði eitthvert kynferðislegt ójafnvægi þannig að maður hætti að verða öðrum trúr?  Úr verði bara kynferðislegt æði og vitleysa? Aldrei heyrt um svona ójafnvægi fyrr.  Er þetta ekki bara einhver þvæla, bull, della?

Man eftir því að ég sá einu sinni mynd með John Travolta þar sem hann var staddur sem gestur í æðislega flottum kofa uppí fjöllum með arineldi og flottheitum auk þess sem þess ofboðslega fallega gella var að reyna við hann á fullu. Margur hefði fallið fyrir aðstæðum og sjarma en nei, vinur sér þetta bara ekki og fer öðru hvoru í símann til að reyna að ná sambandi við konuna sína.  Viðreynslan varð alveg rosalega mikil en nei dugði ekki til.  Travolta var bara æðislegur eins og hann var þarna. Fullkomlega trúr sinni eiginkonu.  Náttúrulega bara bíó en svona eiga menn að vera samt.  

Það er ekkert varið í Tiger Woods með allt þetta framhjáhald sitt. Flottur á golfvellinum en svona kynhegðun er alls ekki spennandi og allar konur ættu að láta sig hverfa frá svona manni, hvað svo sem hann heitir. Það er allavega mín skoðun. 

 


mbl.is Eiginkonan farin frá Tiger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Tek heils hugar undir með þér. Það er nákvæmlega EKKERT spennandi við svona menn, en karakterinn sem John Travolta leikur er einmitt svona maður sem lang flestar konur vilja. Sterka og trausta týpan er málið, þegar maður er komin yfir tvítugt a.m.k.

E-n veginn grunar mig einnig að aldrei hafi það einu sinnu hvarflað að honum Tiger hvaða áhrif þessi hegðun hefur á börnin hans, en mér finnst svikin helmingi stærri þegar börn koma við sögu! Svona fólk á bara að vera einhleypt að leika sér með öðru einhleypu fólki á sama stigi. Er afskaplega ánægð með hana Elínu að láta ekki bjóða sér og börnunum sínum þetta!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 8.12.2009 kl. 11:43

2 identicon

Allt sem hefur komið fyrir í lífi Tiger Woods undanfarnar tvær vikur mun algjörlega falla í skuggan af því að hann er einfaldlega lang-lang-lang stærstur í því sem hann gerir.

Tíminn mun leiða í ljós að þetta skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að Woods er stærsta íþróttastjarna okkar tíma, og ekki að ástæðulausu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra kylfinga og hefur séð til þess að standardinn í golfi hefur verið hækkaður. Michael Jordan gerði slíkt hið sama fyrir körfubolta og ég hugsa að enginn muni eftir nokkru atriði úr einkalífi Jordans, þó svo hann hafi sjálfsagt mis-stigið sig líka.

Það eina sem hefur komið í ljós er að Tægerinn er mannlegur eftir allt saman.

Rúnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég held að allir nema blindir aðdáendur hafi alltaf vitað að Tiger væri mannlegur, en þessi umrædda hegðun hans er miklu frekar ómannúðleg gagnvart konu og börnum heldur en mannleg að mínu mati!

Það hversu góður hann er í golfi kemur þessu máli bara ekkert við!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 8.12.2009 kl. 12:17

4 identicon

Ég er ósammala síðustu setningu.

Ef hann væri ekki langbesti kylfingur heims og dregið að sér athygli heimsbyggðarinnar þá hefðum við væntanlega aldrei frétt af meintu framhjáhaldi mannsins.

Þannig sjáum við að þetta snýst allt um golf eftir allt saman.

Ekki mis-skilja mig, ég er ekki að verja meintar gjörðir mannsins og ég er ekki golf-áhugamaður en ef maður stígur til baka þá sér maður hlutina í stærra samhengi.

Fólk gleymir smá-atriðunum fyrr en mann grunar en með tímanum er það stóra myndin sem stendur eftir, og það er þessi staðreynd:

Tiger Woods, stærsta golf-stjarna okkar tíma.

Eftir 2-5 ár man enginn neitt annað.

Rúnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Við erum greinilega ekki að tala um sama hlutinn Rúnar! Það hvort hann yfir höfuð spili golf eða ekki breytir nákvæmlega engu um þessa hegðun hans, hún er jafn slæm fyrir vikið! Ég myndi nú ekki heldur vera allt of viss um að enginn muni muna eftir þessu. Þegar Michael Jordan var stóra stjarna íþróttaheimsins höfðum við ekki netmiðla og því voru hans persónulegu mál ekki fyrir allra augum, annað en nú!

En að því sögðu, kemur þetta okkur auðvitað ekkert við, en persónulega hef ég misst allt álit á manninu sem persónu, hvað sem golfkunnáttu hans líður.

Margrét Elín Arnarsdóttir, 8.12.2009 kl. 14:02

6 identicon

Margrét,

   Ég held einmitt að eiginkona Tiger hafi haldið að hann væri sterka og trausta týpan!!

  Einnig, að það skiptir engu máli, þó að það séu netmiðlar í dag, og menn verða bara þjálfaðri í að halda svona málum frá sviðsljósinu.  Einnig að það sem er satt og logið er svo í belg og biðu, og fólk hefur engan "þolinmæði" í að bíða eftir sannleikanum, hver sem hann er. 

Ingimar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband