Það finnst mér bara allt í lagi

Það er mikilvægt að fylgst sé með þessu. Þetta var reyndar ekki svona þegar ég var í framhaldsskóla. Þá voru engin svona bjórkvöld í miðri viku. Það voru böll einu sinni í mánuði og ekki boðið upp á neitt nema vatn. Síðan voru krakkar úr öðrum skólum fengnir til þess að vera í gæslu. 

Sú gæsla staðsetti sig meðal annars við innganginn og gestir á ballið mættu þá iðulega við skál þar eftir partý í heimahúsum.  Síðan var þuklað og þreifað eftir flöskum eða einhverju hulstri með vínanda í.  Þvílíkur atgangur sem það gat verið vegna þess að 10 til 15 manns voru í þessari athugun. Eftir hana var svo liðinu einhvernveginn ýtt inn. Sko þetta var fyrir 20 árum. Innandyra var ekki boðið upp á neitt nema vatn, fatageymslu og auðvitað tónlistina.  

Nú er boðið upp á skemmtikvöld á skemmtistöðum. Áfengisneysla er vissulega ábyrgðarhlutur. Það hafa ekki allir unglingar þroska til þess að umgangast áfengi og það er nauðsynlegt að fylgjast með og hafa hemil á gagnvart unglingadrykkju.  Og nú sýnist mér að það sé boðið upp á eitthvað meira en vatn á svona skemmtikvöldum. Það þykja mér fréttir.

Eftir sem áður. Þó svo að úr verði engir sérstakir eftirmálar og áhugi á áfengi hverfi jafnvel eftir unglingsárin þá eru þetta það viðkvæm ár í lífi manneskju að neysla áfengis getur sett sín spor í sálu og hugsunin um atvik dvalið í huga ævina á enda.  Það eru þessi mótunarár sem eru svo mikilvæg hverjum og einum. Það að það sé eftirlit finnst mér gott. En það nær ekki í heimahús þar sem eru partý. Þar kemur inn ábyrgð foreldra að fylgjast með. Sem er mikilvægur hlutur vegna þess að þegar eftirlitið eykst á skemmtistöðum þá flytjast hlutirnir meira til og færast yfir í partýin. 


mbl.is Vilja banna bjórkvöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bull þessi frétt. Ég er á fjórða ári í menntaskóla og kannast vel við þessi bjórkvöld og ég get lofað þér því að þau eru ekki á vegum skólans heldur nemenda innan skólans. Éf nemandi er í hljómsveit og selur miða inná konsert sem haldin er niðrí bæ þá eru það ekki tónleikar á vegum skólans. Stjórn skólanna kemur ekkert nálægt þessum bjórkvöldum.

Svo er líka 18 ára aldurstakmark inn á þessi kvöld.

Flipi (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband