Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þrír sjónvarpsprédikarar með bla bla bla

John McCain hefur hafnað stuðningi prédikarans John Hagee frá Texas. Hagee þessi er sjónvarpsprédikari sem veitir forstöðu stórri kirkju þar sem safnaðarmeðlimir skipta tugum þúsunda. Án þess að McCain gerði sér grein fyrir því fyrr en í síðustu viku þá mun Hagee hafa prédikað undir lok síðustu aldar um Hitler, gyðinga og Ísrael.  Þar segir Hagee að Guð hafi sent Hitler til þess að hjálpa gyðingum svo þeir gætu komist til fyrirheitna landsins. Guð hafi þannig beinlínis leyft helförinni að gerast og aðalmarkmiðið væri að gyðingaþjóðin kæmust til Ísraels. 

Hagee hefur áður verið stóryrtur og hefur hann m. a. sagt að kaþólska kirkjan væri hóran mikla og fellibylurinn Katrín væri svar Guðs gagnvart syndum samkynhneigðra.  Annar sjónvarpsprédikari Benny Hinn að nafni spáði því reyndar um miðjan síðasta áratug að samkynhneigðir myndu fá að kenna á reiði Guðs á þann veg að hann myndi eyða þeim öllum með miklum eldingum, og það fyrir aldamót. Það er samt önnur saga. 

McCain hafnaði þessum ummælum Hagee um gyðingana út frá þeirri forsendu að þau væru vitlaus, ótæk og óverjanleg. Þar að auki hefur McCain fundið sig knúinn til þess að biðja kaþólska afsökunnar á því að stuðningsmaður hans (Hagee) hafi sagt að kirkja þeirra væri hóran mikla, fölsk og um leið hættulegur trúarsöfnuður. 

Það er ekki bara það að McCain hafi fundið sig knúinn til þess að hafna stuðningi frá Hagee, því annar prédikari hefur einnig verið að hrekkja hann með ummælum sínum. Rod Parsley er sjónvarpsprédikari sem veitir 12.000 manna söfnuði forstöðu og lét hann þau orð flakka um daginn að Islam væri ofbeldisfull trúarbrögð og að þau væru af hinu illa.  Þar með fékk hann að fjúka sem stuðningsmaður McCain. 

Stutt er síðan Obama lenti í þeirri stöðu að stuðningsmaður hans, prédikarinn Jeremiah Wright hélt því fram að árásirnar 11. september hefðu verið bandarísk hryðjuverk. Obama hefur hafnað þessum ummælum þess efnis að þau tengist á nokkurn hátt hans viðhorfum.   Það er þó ekki svo að Obama hafi hafnað stuðningi Wright en það er einmitt það sem McCain gerir gagnvart Hagee og Parsley og þá í því skyni að skerpa á muninum milli sín og Obama.  Einmitt það gerir McCain e. t. v. að aðeins ákveðnari karakter en Obama og hugsanlega munu repúblikanar nota Wright málið gegn Obama þ. e. a. s. ef hann nær útnefningu demókrata.  

 


mbl.is McCain hafnar ummælum prests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er geimvera af eðlutegund í valdamesta embætti heims?

Bandaríkjamenn hafa sumir hverjir alveg stórfurðulegar hugmyndir um forseta sinn. Á sama tíma er menn með alls konar hugmyndir um samsæri fárra manna sem hafi hvað helst hug á því að stjórna heiminum. Nú er Bush forseti kallaður ýmsum nöfnum. Hann á að vera anti-kristur og satanisti sem á að hafa selt sál sína djöflinum. Svo dettur sumum í hug að hann sé einhvers konar geimvera af eðlukyni. Þannig séu allir í kringum hann í rauninni eðlur með löngun og þrá til þess að búa til lögregluríki á jörðinni.  Þáttastjórnandinn Larry King fær auk þess þann vafasama heiður að tilheyra þessu eðlusafni.   Ekki nóg með þetta heldur mun afi Bush, Prescott, hafa átt í leynimakki við Hitler sjálfan og skaffað honum peninga til styrjaldareksturs. 

Samsæriskenningar lifa núna góðu lífi í Bandaríkjunum. Það er ekkert mál að finna hitt og þetta um Bush feðga, 11. september og hugmyndir um fasisma þeirra fyrst nefndu. Lítið mál er að fletta þessu upp á YouTube og þar er hægt að finna misviturleg myndskeið í stórum stíl (sumt er svo illa gert og heimskulegt að það er ekki horfandi á það).  Þá er auk þess búið að gefa út þó nokkuð af DVD diskum þar sem Bush og öll hans ríkisstjórn er tekinn í bakaríið. Mynd Michael Moore Farenheit 911 er í þeim hópi ekki mjög hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush. 

Útvarpsmaðurinn Alex Jones gaf út þriggja tíma disk fyrir tveimur árum sem heitir Terrorist Storm. Sú mynd er hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush og þar er beinlínis sagt að árásin á Bandaríkin 11. september hafi verið að undirlægi Bandaríkjamanna sjálfra, til þess að réttlæta stríð og gera árás á Afganistan og Írak. Slíkt eiga Bandaríkjamenn víst að hafa gert áður eins og t.d. þegar skipið Lúsitanía var sent af stað á tímum fyrri heimsstyrjaldar með bæði fólk og vopnabirgðir um borð. Því var sökkt af Þjóðverjum og þar með höfðu Bandaríkin átyllu til þess að fara í stríð. Hitler á að hafa fundið sér átyllu til þess að ráðast á Pólland í seinna stríði en þá var fundinn pólskur karlmaður, hann klæddur í hermannaföt og skotinn. Síðan var látið líta út fyrir að hann hefði ætlað sér að gera árás á þýska varðstöð. Þjóðverjar höfðu þar með ástæðu til þess að ráðast á Pólland 1. september 1939.

Hvernig svo sem þessu er á botninn hvolft þá virðist Bush ekki njóta mikilla vinsælda sem forseti Bandaríkjanna. Hvað samsæris kenningar varðar, þá verður hver og einn að gera upp við sig hvað satt er í þeim efnum. Þær eru samt sumar hverjar alveg ferlega skrítnar.

 


Best að vera mjög varkár á netinu

 

Internetið er ábyggilega ein hin mesta bylting sem orðið hefur á undanförnum tæplega 20 árum eða svo.  Þróun netsins hefur verið alveg æðisleg. Nú er hægt að panta miða á leiksýningar, bíó, í flug og hvaðeina fyrir framan tölvuna, prenta út og fara svo. Borga alla reikninga....millifæra og æi lenda í glæpasamtökum og glata hrikalegum upphæðum á einum degi. Bara vegna þess að einum tölvupósti var svarað. 

Hér í gamla daga þá voru vírusar og vesen mest megnis vegna þess að einhverjir ungir tölvunördar út í heimi vildu láta bera á sér. Í dag eru heilu glæpasamtökin að störfum með öngulinn úti til þess að krækja í peninga grunlausra netnotenda. Spáið í því að það er sífellt verið að finna út nýjar leiðir til þess að plata fólk.  Samt virðist það vera svo, hver svo sem aðferðin kann að vera að grunnhugmyndin breytist mjög lítið. Iðulega er hún svona: Sendið okkur pening og þá færð þú eitthvað í staðinn  eða farið og sækið peninginn. Hér um árið létu t. d. nokkrir vesturlandabúar plata sig til Nigeríu til þess að sækja einhverjar fjárupphæðir.  Við komuna voru þeir rændir öllu og eða týndu jafnvel lífi. Þvílíkt vesen. 

Best er að virða ekki viðlits tölvupósta með boðum um vinnu, þátttöku í millifærslum einhvers konar, að leysa út happadrætti, né heldur boðum um að hjálpa einhverjum ókunnugum persónulega sem lent hefur í veseni og vantar aðstoð.  Hversu miklar líkur eru á því að maður útí heimi sem veit ekki hver þú ert, sé tilbúinn til þess að láta þig hafa peninga (í þóknun), jafnvel fúlgur fjár, þó svo að þú hafir hjálpað honum með einhverjum peningagjöfum?  Maður á aldrei að gera neitt fyrir neinn sem maður veit ekki hvort að geri eitthvað fyri einhvern yfirhöfuð eða m. o. ö. veit ekki hver er!


mbl.is Varað við tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er alveg sama!

Meat Loaf kom hingað til lands síðast 1987 og nú ætlar hann aldrei að koma hingað til lands aftur. Ef hann kæmi nú aftur, myndi hann nokkuð trekkja? Bestu lögin hans voru vinsæl fyrir þetta 25-30 árum síðan; e.t.v. hefðu hörðustu aðdáendur gaman að heyra hann syngja þau aftur. Gaurinn er hins vegar orðinn gamall og þolir ekki  hitt og þetta; er röddin þá ennþá jafngóð og hún var? Einu sinni var hann síðhærður og all svaðalega sveittur á sviðinu og jú fékk einu sinni hjartaáfall að mig minnir á miðjum tónleikum. Í dag er hann tæpast alveg þannig enda 20 árum eldri. Stóra spurningin er þá hvort maður yrði fyrir vonbrigðum ef Meat Loaf kæmi aftur til Íslands og héldi tónleika?


mbl.is Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband