Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 11:14
Mér lýst ekkert á þetta!
Þetta er klárlega vísir að heimsstyrjöld. Ef Bandaríkjamenn ráðast á Íran þá munu þeir ekki byrja á því að senda vopnaðar sveitir inn í landið. Íran er auk þess margfalt stærra svæði en Írak. Það stöðvar samt kanann ekki. Þeir munu nota kjarnorkuvopn og rústa þannig landinu. Ekki að það verði risastór sveppaský út um allt. Þessi vopn eru orðin það háþróuð að þau eru til í öllum stærðum; skotið beint úr kafbátum í flóanum, og tölvustýrt á skotmörk. Hvað veit maður svo hvort Íranir séu ekki þegar komnir með kjarnorkuvopn sjálfir? Og Ísraelar munu síðan dragast inn í þetta....og síðan þau ríki sem styðja Írani...og allt fer í bál og brand í Miðausturlöndum. Kannski verður bara George W. Bush síðasti forseti Bandaríkjanna fyrir vikið!? Hver veit... ?
Hernaður gegn Íran í undirbúningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 19:11
Brot úr degi
Yndislegt veður í dag í Reykjavík. Sól og 16 stiga hiti. Skrapp í bæinn seinnipartinn að skila bók og ætlaði kannski að taka aðra að láni. Fann samt ekkert spennandi. Þar með lá leiðin eitthvað annað. Ís með dýfu og labba svo áfram. Austurstrætið og síðan inn á Hressó. Æðislegur staður Hressó. Notalegt að setjast þar niður og horfa á mannlífið út um gluggann. Annars vakti meira athygli mína grein í Nýju Lífi um Ólaf Darra leikara. Skemmtileg grein; gaman að lesa um þennan bráðskemmtilega leikara. Darri er góður leikari og alltaf gaman að sjá hann leika, hvort sem það er í sjónvarpsmyndum, bíómyndum eða á sviði.
Fékk mér samt ekkert á Hressó, aldrei þessu vant. Fæ mér vanalegast kakó með röri á þessum stað.
Á leiðinni heim... heyrði af því í útvarpinu. Mikið hvað íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er frábært. 7 - 0 sigur á móti Grikkjum. Ekkert smá hvað þær eru frábærar. Til hamingju með sigurinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 14:55
16.000 manns í salnum, ungur prédikari og enginn kross á sviðinu!
60 mínútur sýndi í gær frétt þar sem fjallað var um prédikarann Joel Osteen. Hann er að mörgu leyti athyglisverður. Salurinn hans er í Houston og er fyrrverandi körfuboltavöllur sem rúmar um 16000 manns. Svo er sjónvarpað frá samkomum hans og á þær horfa nokkrar milljónir. Boðskapurinn? Jú hann er í formi þess sem kallað hefur verið prosperity message. Sá boðskapur er þannig að þeir sem hafa fundið endurlausn fyrir tilstilli kristinnar trúar, fái í staðinn auð og ríkidæmi.
Hvað með fólk sem býður og biður og fær aldrei neitt? Osteen var spurður að því. Jú, hann sagðist hjálpa fólki til þess að komast með jákvæðu hugarfari í gegnum erfiðleikana í lífinu. Svo vildi hann einfalda boðskapinn eins mikið og hægt væri. Sykurpúða-guðfræði hefur guðfræði hans verið kölluð. Sérstaklega vegna þess að hann er ekkert að fjalla um synd, þjáningu eða dóm. Það er allt svo ofsalega jákvætt einhvernveginn og ef þú elskar Guð og ef Guð elskar þig á móti, þá muntu bera mikinn ávöxt og blómstra. Einhverjum kann að finnast þetta einum of einfalt. Þannig er bara þessi boðskapur. Hann er ekkert flókinn og á bara heima í Bandaríkjunum (kannski í Kanada líka). Merkilegt hvað mönnum tekst síðan að fylla heilu fótboltavellina með jafn einföldum boðskap. Já, já, svo stórgræða menn á þessu og það veit enginn hversu gróðinn er mikill. Trúarstofnanir í Bandaríkjunum eru víst alveg lausar við skattayfirvöld og það þarf ekkert að gefa neitt upp.
Aumingja blessuð litlu börnin í Afríku...
2.6.2008 | 12:24
Sammála. Rúv taki þessa kvörtun til greina.
Það er hárrétt ákvörðun hjá Félagi heyrnarlausra að kvarta undan því að táknmálsfréttir voru felldar niður á fimmtudaginn. Heyrnarlausir ættu aldrei að verða útundan á meðan verið er að miðla mikilvægum fréttum og í rauninni ekki yfirhöfuð hvort sem fréttir eru mikilvægar eður ei. Táknmálsfréttir taka ekki mjög langan tíma í dagsskránni á degi hverjum og það hefði verið fínt ef heyrnarlausir hefðu fengið sitt þetta kvöld líka. Hvers vegna ekki? Einhverjar 10 mínútur í dagsskránni hefði ekki skaðað nokkurn hlut í sjálfu sér. Og það hefði vel verið hægt að hagræða hlutunum með því að ...
... benda öðrum áhorfendum á að fylgjast með mikilvægum upplýsingum á Rás 2 á meðan; að setja inn borða á skjánum hjá táknmálinu með mikilvægum upplýsingum og skilaboðum til fólks eða að setja inn lítinn kassa í öðru hvoru horninu (hjá Boga t.d.) og láta túlk koma þar inn á einhverjum áætluðum tíma. E. t. v. eru einhverjir fleiri möguleikar til sem vert er að skoða í þessu sambandi.
Leyfum heyrnarlausum að vera með í okkar samfélagi þannig að þeir hafi fulla rödd til jafns við okkur hin sem höfum heyrn.
Ósátt við að táknmálsfréttir féllu niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar