Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Örfá orð um þennan söfnuð og tilgangslítið tiltæki

Það er eitt sérstakt við Fíladelfíusöfnuðinn núna. Hann hefur breyst mikið síðan Einar J. Gíslason flutti eldprédikanir sínar. Þá þótti húsið stórt og nóg pláss fyrir safnaðarmeðlimi. Fyrir 20 árum síðan var hægt að halda sameiginlegar samkomur allra frjálsra trúfélaga í þessu húsi og gekk það vel. Í dag er það ekki hægt. Fíladelfíumenn eru orðnir það margir að húsið telst svotil of lítið fyrir samkomuhald og því þörf á stærri byggingu.  Gott og vel.

Ef maður ætlar að sækja samkomu þarna þá verður maður að mæta snemma. Helst hálftíma fyrr, ellegar standa.    Ekki finnst mér líklegt að nokkur standi á jólatónleikum safnaðarins og uppsetningin verður án efa flott hjá þeim.  Þá verða safnaðarmeðlimir auk þess líklegir til þess að vilja mæta snemma og raða sér sjálfir á bekkina með löngum fyrirvara. Kossarnir yrðu þá ekki nema e.t.v. á aftasta bekk og myndavélar eru ekki að grípa neitt þar. Yfirhöfuð þá er það sýn mín þegar ég hef verið að horfa á þessa tónleika í sjónvarpi að salurinn sé myrkvaður og fókusinn sé á sviðið. 

Ef þú ætlar á venjulega samkomu þarna þá getur allt eins verið líklegt að þú komist varla inn sökum plássleysis! Nema þú viljir standa eins og áður sagði.  Söfnuðurinn hefur fyrir löngu yfirfyllst sökum mikillar fjölgunar kirkjumeðlima og húsakostur er orðinn þröngur enda hefur mikil trúarleg vakning orðið þarna á undanförnum árum. Ef samkynhneigðir vilja mæta þarna þá er þeim það ábyggilega velkomið en þá þurfa þeir að vera brögðóttir um sæti. Fíladelfíumenn eru sjálfir alveg ferlega brögðóttir um slíkt og auðvelt fyrir utansafnaðarmann að komast ekki lengur inn þar sem húsið er allt e.t.v. mest megnis með frátekin sæti og færri komast að en vilja. 

Þessi kór er þrælvanur að koma fram. Þó svo að einhverjir fari að kyssast þarna þá er ég efins um að það hafi áhrif á kórinn sem er á fullu við að vanda sig, vel æfður, með flóðljósin á sér og myrkvaðan sal.

Ég efast um þetta kossatiltæki að það skili nokkrum árangri. Gangi ykkur öllum vel samt kæru vinir.


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum forstöðukona trúarsafnaðar lendir í fangelsi.

Svo er víst að þessi umrædda kona Linda Björk Magnúsdóttir hafi verið forstöðukona safnaðar nokkurs hér í eina tíð sem kallaður var Frelsið.  Og nú er hún komin í fangelsi í henni Ameríku. Hvað varð síðan um eiginmann hennar Hilmar Kristinsson? Þau flúðu allavega bæði land eftir að hafa brotlent illa með þennan söfnuð sinn.  Sem sprakk með látum og skyldi eftir sig fólk í sárum.  Jú margt hefur verið tíundað um hann í fjölmiðlum, enda  afskaplega sérstakur söfnuður svo vægt sé til orða tekið og það var fólk sem fór verulega illa út úr því gerðist þar undir lokin. Svo mjög að það á  sumt hvert ekki Guðs orð lengur. En hvað um það.  

Ég leit við í Frelsinu nokkuð stuttlega ca 1999. Þá var þessi söfnuður í blóma. Þarna gekk ég inn að vori minnir mig og settist á fremsta bekk. Mikið samt hvað mér leiddist þarna inni. Merkilegt nokk. Það var ekki lifandis leið að mér tækist að endast þarna inni og ég labbaði út eftir alls ekki langa setu. Hugurinn reikaði stöðugt út á Laugarnestangann þarna rétt hjá og þangað fór ég á endanum. Mér fannst bara vanta eitthvað þarna sem er fyrir mér í dag óútskýranlegt - einhvern ákveðinn anda sem ég hef iðulega fundið víðsvegar annars staðar þar sem trúarstarf fer fram. Vitanlega mín upplifun og ekkert annað. Ætli mín tilfinning hafi ekki verið bara mátulega rétt eftir allt saman. Mér leið annars ágætlega út á Tanga eftir þetta og upplifði Guð minn sterkar þar við fjöruborðið.

Síðan rata sumir í fangelsi í Ameríku. Æi segi ég nú bara. Hvað kemur svo næst? Vonandi fer þetta mál vel hjá þessari óláns konu og hún sé ekki á einhverri leiðinlegri glapstigu í lífi sínu einmitt núna.  Þetta er dapurlegt mál.


mbl.is Bað um far til Albany
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband