Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
15.1.2010 | 04:27
Ósammála þessum manni
Mér finnst þessar hugmyndir Pat Robertson vera full einfaldar. Það er engin almennileg dýpt í þessu. Miklu fremur of mikil einföldun. Ég er þar að auki ósammála þessum manni.
Ef við skoðum aðeins guðsmyndina þá er þarna refsandi guð. Mennirnir haga sér illa og þá kemur guð og refsar. Að sama skapi ef menn haga sér vel þá er guð góður og gefandi. Þessa hugsun er að finna á ýmsum stöðum í gamla testamentinu og þá sérstaklega í 5 Mósebók, Jósúabók og í Dómarabókinni.
Jobsbók er með aðeins öðruvísi hugsun vegna þess að þar er maður, sem heitir Job, sem er búinn að vera ofboðslega góður allt sitt líf og á allt gott skilið sökum góðmennsku sinnar. Samt missir hann allt sem hann á, fjölskylduna, húsið og næstum heilsuna líka. Eins og hann hafi lent í ósanngjarnri refsingu; miðað við þá hugsun hér að ofan að allar hamfarir (m.a. þar sem maður missir allt) hljóti að vera refsing frá guði - vegna einhvers. Tökum nú þessa hugsun þannig að við heimfærum hana upp á hamfarir á Haíti. Ætli við hljótum þá ekki að geta fundið fólk sem er alveg eins og Job.
Ef við höfum refsandi guð sem er að valda náttúruhamförum í refsingarskyni vegna einhvers sem átti sér stað árið 1804 þá er hann um leið að ráðast á saklaust fólk (sem er sumt hvert e.t.v. eins og Job) sem ekkert hefur til saka unnið og á það ekki skilið að lenda í einhverri 200 ára gamalli "bölvun". Að þessu viðbættu má áætla að Robertson meini það að guð stýri sköpun sinni og valdi uslanum. Fyrir mitt leiti er þá er slíkur guð lítt traustvekjandi og skeytingarlaus um líf manna. Slíkt boðar kristin trú að mínu mati í rauninni ekki.
Pat Robertson er fyrir mitt leiti ekki góður kennimaður. Hann hefur hins vegar náð eyrum fólks og hann hefur haft áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum þannig að honum hefur tekist að brjóta sér leið í áttina að Hvíta húsinu. Mig grunar að hugmyndir þessa manns hafi haft áhrif á George W. Bush en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Haíti-búar sömdu við djöfulinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2010 | 00:35
Stefnumótadrasl fyrir hégómafullt fólk.
Þá langar mig til þess að segja þér eina litla sögu. Svona örsögu úr samtímanum.
Einu sinni var maður sem ég þekki staddur í alveg yndislegu og skemmtilegu samkvæmi með fullt af góðu fólki. Þarna flaut kampavín og sjávarréttir lágu á borðum. Fólk var galant í klæðnaði og tónlistin svona þægileg ljúf tónlist, mátulega hátt stillt.
Við það að kíkja í kringum sig sá hann þessa barmfögru, fallegu og sjarmerandi konu, sem hann þó gaf sér ekki tíma til þess að tala við enda upptekinn við að spjalla við hinn og þennan. Undir lok þessa yndislega samkvæmis þegar margir voru við það að týnast í burtu gafst honum þó eilítið tækifæri til þess að kynnast þessari konu nánar. Ekki til þess að reyna við hana eða finna sér hjásvæfu heldur vegna þess að hann hafði dálæti á að tala við fallegt kvenfólk og dást að því.
En mikið svakalega fór honum að finnast þetta leiðinleg manneskja! Mikið ofboðslega fannst honum hún alls ekki vinna á við nánari kynni. Áhuginn fór dvínandi og datt á endanum niður á gólf eins og blýantur í frjálsu falli. Öll þessi fegurð sem hann sá í upphafi gjörsamlega gufaði upp. Alveg. Gjörsamlega. En svo fóru að æsast leikar og vinan fór að verða sífellt dónalegri og dónalegri í tali. Nú komu upp alls konar furðulegar ásakanir um fíflalega hegðun mannsins í samkvæminu, hann hefði ekki talað við neinn og legið eins og álfur út úr hól, skakkur upp í einhverjum sófa, sem reyndar var fullsetinn allt kvöldið af glaðværu fólki. Að auki væri maðurinn ábyggilega ekki eins og fólk er flest. Við þetta tal var allt það sem teljast mátti sjarmerandi við konuna orðið jafn spennandi og ungverskt sjónvarpsefni á mánudagskvöldum. Við svo búið steig maðurinn örlítið til baka og sagði - þér eruð algerlega fráleitar - fegurð yðar og innvolsi fer engan veginn saman. Nei nú er ég að skálda. Hann sagði það ekki. Hann sagði bara eitt dónalegt orð (hálfv...) og lét síðan hverfa frá þessu fyrrum fallega óbermi. Þar rétt hjá voru víst útidyr og hvarf hann með hinum sama út um þær. Söguna sagði hann mér mörgum árum seinna á bar einhversstaðar í miðbænum að viðstöddu fjölmenni sem ég held að hafi eiginlega ekkert verið að hlusta.
Sko. Fegurðin kemur innan frá. Innri fegurð gerir frítt fólk ennþá fríðara. Ekki myndi það samt hvarfla að mér að skrá mig inn á þennan vef, þ.e.a.s. ef ég væri það fríður að ég ætti heima þar. Þetta er stefnumótadrasl fyrir hégómafullt fólk. Útlit segir ekki allt, heilakonfektið er eitthvað miklu meira, burtséð frá útliti. Frítt fólk getur orðið ófrítt við nánari kynni og öfugt.
Útskúfað af vef fallega fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2010 | 01:54
Þetta er þvættingur
Hvurslags þvæla er þetta eiginlega í formanni framsóknarflokksins!? Það tæki heillangan tíma fyrir erlendan lögmann (hvað þá hóp lögmanna) að fara í gegnum þessa samninga, kynna sér aðstæður og komast að réttri niðurstöðu. Þarna er verið að benda á alveg fáránlega langa leið til þess að sannfæra forsetann um ágæti samninga. Auk þess myndi það sýna okkur fram á einhvern endemis skrípaleik. Forsetinn á að vera fær um að taka sjálfstæða ákvörðun í málinu án slíkrar utanaðkomandi aðstoðar.
Næst þegar verða kosningar er vonandi að margur sem nú er á þingi komist ekki þangað inn aftur!
Forsetinn leiti álits lögmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2010 | 23:47
Er á meðan er
Elin á skíðum í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 21:45
Forsetinn mun skrifa undir þetta
Ég einfaldlega spái því að forsetinn muni skrifa undir þessi lög. Fyrir það mun hann hljóta óvinsældir margra en að vel athuguðu máli þá mun hann skrifa undir.
Það er gríðarlega erfitt að vera forseti Íslands núna. Aldrei eins erfitt. Nú er forsetinn í þeirri stöðu að það skiptir engu máli hvort hann skrifar undir eður ei. Einhverjir verða svekktir og reiðir með ákvörðunina. Það er alveg vitað mál.
Það er í sjálfu sér engin leið að vita núna (þegar þetta er skrifað) hvort heldur Ólafur kann að gera. Hvort að 53.000 manna undirskriftalisti (sem er sá stærsti í Íslandssögunni) hefur úrslitaáhrif á Ólaf skal ósagt látið, nema hvað þetta er ekki meirihluti atkvæðabærra landsmanna. Þetta er u.m.b. fjórðungur þeirra. Ef meira en helmingur hefði skrifað undir þá væri það eðlilega mun sterkara og þess legt að Ólafur yrði að hlýða því og skjóta til þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú vil ég ekki gera lítið úr meiningu InDefence og allra þeirra sem skrifuðu sig á listann. Það er hins vegar að mínu mati ekki nógu margir á listanum. Ef Ólafur tekur sérstaklega tillit til hans og skýtur til þjóðaratkvæða, þá er það sigur fyrir lýðræðishugsun í landinu, að það hafi ekki þurft fleiri til, til þess að hafa áhrif á það að fá fram einn hornstein lýðræðisins sem er val og ákvörðun fjöldans í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Því má ekki gleyma að það er tæplega 77% atkvæðabærra manna sem skráðu sig ekki á listann. Flestöll heimili eru í dag með tölvur og internet. Því hefur ekkert verið að vanbúnaði. Íslendingar eru 320.000 manns, af þeim eru milli 50-60.000 sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa meldað sig á listann eins og allir vita. Þarna er þögull meirihluti fólks sem ekki hefur meldað sig á neinn lista. Það er ekki hægt að segja að þessi þögli hópur sé neitt endilega meðmæltur InDefence.
Ef Ólafur skrifar undir þá munu heyrast reiðiraddir og einhverjir kunna að verða alveg brjálaðir. Lætin munu þá all líklega koma frá æstu fólki sem er á móti samningunum, þeir sem voru samþykkir standa hjá þöglir og segja afskaplega fátt, nema kannski að það sé gott að þetta sé frá. Þeir fyrrnefndu teljast ekki til meirihluta þjóðarinnar. Það er bara staðreynd.
Ef hins vegar kæmi til synjunar og til þjóðaratkvæðagreiðslu þá tel ég því mun líklegra að þessir samingar færu í gegn á endanum. Kosningarnar yrðu bara til að tefja það. Því verr og miður.
Fundi lokið á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar