Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
29.7.2010 | 13:25
Twitter er ósköp einfalt
Athyglisvert að sjá að elsti Twitter bloggari heims hafi verið orðinn svona gamall. Margir sem eru komnir á aldur og af þessari kynslóð eru ekki beinlínis að tengjast tölvum. En þessi gat það.
Ég held að Twitter formið sé ekkert sérstaklega vinsælt á Íslandi miðað við önnur lönd og þá staðreynd að facebook er ferlega vinsæll samskiptavefur þess heldur. Svo ég aðeins útskýri hvað um er að vera þegar talað er um að konan hér hafi haft 57.000 fylgjendur þá er það samkvæmt þessum reglum hér:
Annað hvort ert þú fylgismaður einhvers (follower) eða einhver er fylgismaður þinn (following). Ég sem nýr í fyrsta skipti á Twitter ætti ekki í neinum erfiðleikum með að elta einhvern. Ég gæti eytt einhverjum tíma í það. Hins vegar að fá einhvern til að fylgja mér er ekki eins auðvelt, það tekur lengri tíma. Það að fá 57.000 fylgismenn tekur talsvert langan tíma miðað við að vera þarna, skrifa eitthvað inn og tengjast fólki. Auðvitað ef maður er frægur þá ganga hlutirnir mun hraðar.
Þetta er örblogg eins og það kallast. Þarna hefur maður ekki nema 140 orða dálk til að skrifa í. Það er eiginlega allt og sumt. Engir leikir eða fítusar þarna eins og á facebook. Á Twitter er þó hægt að komast mun nær fólki eins og ég get orðið fylgismaður frægra leikara sem nota vefinn sumir hverjir heilmikið og það er hægt að svara þeim. Fæstir setja höft á það að það sé hægt að fylgja þeim. Samþykki fyrir fylgi við einhvern er ekki yfirhöfuð eins og á facebook.
Að lokum á skal nefna að vinsælasti Twitterinn á Íslandi er Björk Guðmundsdóttir, það er rösklega 104.000 manns sem eru að fylgjast með henni. Sjálf er hún að fylgjast með 56 manns. Sá sem kemur á eftir henni í vinsældum heitir Hjörtur Smárason og hann er staddur í 5000 manns á báða vegu. Annars sýnist mér að Ísland sé lítið á þessum vef.
Elsti Twitter-bloggari heims látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2010 | 07:05
Svona auglýsing og þessi vefsíða.
Hér fyrir neðan er auglýsing sem ég setti inn fyrir nokkrum dögum. Ég gerði það reyndar aðeins til þess að kanna áhuga. Það er svo sem vel hægt að melda sig inn á þetta og borga einhvern pening í eitthvert internet fyrirtæki - og hvað svo? Von að spurt sé.
Þessi síða er í sjálfu sér aðeins agnarlítið brot af því sem internetið hefur að geyma varðandi síður þar sem hægt er að kaupa sig inn, fá einhverja þjónustu og verða síðan að fá aðra með til þess að úr verði einhver hagnaður af því að vera með. Til er margur sem efast um ágæti þess að vera með í þessu. Það eru líka þeir sem hafa ekki skoðað möguleikana og hvað hægt er að gera með þetta. Möguleikarnir eru nefnilega ýmsir og meira að segja alveg stórskemmtilegir.
Ég er ekki viss um að mbl.is sé staður fyrir svona auglýsingar og ég ætla ekki að setja inn aðra svona auglýsingu. Það er vegna þess að ég einfaldlega þarf þess ekki.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 05:50
Juugo er vaxandi á Íslandi!
Bloggar | Breytt 13.7.2010 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar