Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Ég var á Gay Pride og tók þátt í göngunni, hvar varst þú?

Mikið svakalega var gott veður á Gay Pride þetta árið. Eftir marga hundleiðinlega skýjaða daga birtist alveg yndislegur sólardagur og um leið svona svakalegt stórt húllumhæ eins og raun ber vitni.

Það var alveg hárrétt ákvörðun að færa gönguna til eins og gert var. Miðað við allan þann mannfjölda sem kom núna til að fylgjast með þá hefði það alls ekki verið gerlegt að fara niður Laugaveginn. Ekki þar fyrir utan þá voru tæplega 40 atriði á leiðinni sem er meira en í fyrra en þá fóru 30 af stað.  Þessi leið finnst mér hafa verið góð vegna þess að þarna var miklu meira pláss fyrir allt fólkið sem vildi fylgjast með. Fyrir bara þetta 7 árum síðan þá var farið niður Laugaveginn og þá var alls ekki svona mikið af fólki. Þetta  hefur vaxið á alveg gríðarlega bara á nokkrum árum.  Á þeim tíma fór enginn í gönguna nema hann væri í raun og vera samkynhneigður en ég tel það hafa breyst mikið og núna er fjöldi gagnkynhneigðra í þessari göngu, og samkynhneigðir sem fylgjast með af gangstéttinni. 

Það var geysilega gaman að labba með einu atriðinu þarna. Þvílíkur mannfjöldi sem staðsetti sig þarna við götuna alls staðar og Arnarhóllinn var þakinn fólki. Annar hver maður var með myndavél þannig að maður er á fjölda mynda út um allan bæ núna.  Áætlað er að um 100.000 manns hafi verið þarna. Sem er bara þriðjungur þjóðarinnar og stór hluti bæjarbúa. Var nokkur maður heima hjá sér meðan á þessu stóð?  Sjálfur þekkti ég ekki svo marga af þessum mikla fjölda og mann rekur auðvitað í rogastans gagnvart öllu þessum aragrúa og þeirri staðreynd að það þekkir mannn eiginlega enginn eða óskaplega fáir. 

Þessi ganga er í rauninni ekki lengur bara ganga samkynhneigðra. Fyrir mér er hún eitthvað stærra og meira en það.  Þetta er ganga þar sem staðfest er ákveðið frelsi. Það er frelsið til þess að vera sú manneskja sem mann langar til þess að vera án þess að þurfa að liggja undir fordómum.  Fordómar tengjast í rauninni þröngsýni. For-dómur, að hafa ekki skoðað málið til hlýtar, frá sem flestum sjónarhornum, og dæmt fyrirfram án þess að hugsa um hlutinn neitt dýpra en það. 

Það eru fordómar alls staðar, gagnvart öllu mögulegu, ekki bara gagnvart hommum og lesbíum, heldur gagnvart alls kyns fólki eins og t.d. feministum, fólki frá Asíu og Afríku, öryrkjum, fötluðum, geðsjúkum, kleppi, dvergum, fólki í sértrúarsöfnuðum, islam, guðfræðideildum, og jafnvel gagnvart bankafólki.  Alls kyns minnihlutahópar sem fylla ekki uppí eitthvert norm meirihlutans eiga oft bara erfitt uppdráttar. Þröskuldar eru búnir til af einmitt þessum meirihluta sem samt er sundurgerður hópur manna. Samfélagið sjálft getur búið til fatlaðra fólk en það er í raun og veru, fleiri öryrkja en þurfa að vera, eða fólk sem er áætlað skrítið en er í raun ekkert skrítið, það er bara búið að stíga á það með klossuðum stígvélum og dæma það sem öðruvísi. Á sama tíma erum við öll svo ólík og enginn sér heiminn með nákvæmlega sömu augum. 

Við viljum hafa samfélag fyrir alla, fjölbreytilegt hafandi svigrúm til þess að fá að vera sú manneskja sem mann langar til að vera.  Það eru bara öll þessi viðhorf sem við erum að kljást við alla daga, árið um kring. Eftir sem áður þá eru alltaf takmörk gagnvart öllu frelsi eins og að það er bannað að ganga um nakinn þó svo að það hafi verið leyfilegt í Barcelona til margra ára.


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband