Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023

Góð manneskja eða einfaldlega bara ljúfmenni

Margur myndi halda að góður maður geti einnig verið ljúfmenni og á því sé í raun enginn munur. Því verður þó neitað í þessari grein út frá ákveðnum gefnum forsendum en samt ekki svo að um eitthvað svart og hvítt sé að ræða né heldur að ekki sé til einhverjar undantekningar þar sem þetta tvennt geti ekki farið saman. 

Ljúfmennið, hvort heldur sem það er karl eða kona, er manneskja sem í rauninni kýs það að lifa innan ákveðins þægindaramma. Ljúfmennið er ekki baráttumanneskja fyrir neinu. Aðalatriðið er komast hjá því að lenda í átökum, rifrildi og öllu veseni yfirhöfuð. Það er ekki staðið með sjálfum sér nema síður væri, betra sé að lúffa en að standa á sínu, og það er ekki staðið með öðrum vegna þess að það gæti þýtt eitthvað óþægilegt ferli sem betra væri að komast hjá. Fyrir vikið verður ljúfmennið óheiðarlegt gagnvart sjálfu sér vegna þess að það stendur ekki fast á neinni skoðun og óheiðarlegt líka vegna þess að það er líka að samþykkja síðasta ræðumann og enginn veit þannig hvar ljúfmennið í rauninni stendur. Og það gerir ljúfmennið varla sjálft. Þó svo að æpandi óréttlæti sé í gangi gerir ljúfmennið ekkert (þó það sé í góðri stöðu til þess) vegna þess að það vill ekki lenda í vandræðum. Þannig geta slæmir hlutir gerst vegna þess ljúfmennið gerir ekkert til það að berjast gegn því. 

Svo er það að hinn góði maður. Hér höfum við týpu sem er til í það að fara út fyrir þægindarammann og berjast fyrir réttlæti í hvaða mynd sem er. Góði maðurinn (eða konan) er til í átök og veigrar sig ekki við að taka þátt í slíku. Hann stendur fast á sínu og skiptir ekki um skoðun þótt að aðrir séu ósammála honum. Það er staðið með sjálfum sér í hvívetna og með öðrum líka eins og réttlætiskenndin býður hverju sinni. Í því öllu þá kann þessi týpa að virka hörð, ákveðin, ekkert endilega indæl, og allt eins hálf óþolandi áður en hún fær sitt í gegn eftir harða baráttu.  Ef þú spáir í því þá er fullt til af svona fólki í mannkynssögunni ef vel er að gáð. Gott dæmi um einn slíkan er einfaldlega Jesús Kristur. 

Svo er annað mál að við viljum oft á tíðum velja það sjálf hvaða stríð við viljum fara útí eða að einhverju leiti taka þátt í, og við ákveðum þess vegna líka á stundum að kannski sé best akkúrat núna að vera bara innan einhvers þægindaramma, betra sé að hafa sig ekki í frammi á einhverjum augnablikum og þar fram eftir götunum. Þess vegna getur margur sveiflast á milli anda ljúfmennis og þess að vera baráttumanneskja. Hinu verður samt ekki á móti mælt að það er líka fullt til af fólk sem er bara annað hvort góðar manneskjur eða einfaldlega bara ljúfmenni. 


Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband