Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hannes var með í útrásarlofsöngnum

Þarna stendur Hannes í Alþingisgarðinum og segist ekki hafa verið með í því að lofa útrásina. Hann var nú bara samt með í því eins og svo margir aðrir. Á þessum árum sem Hannes minnist á, þá voru menn með glýju í augunum gagnvart öllum útrásargróðanum. Hannes var alveg þar á meðal.  

Ef farið er á YouTube og skrifað Hannes Hólmsteinn í reitinn þá kemur strax upp, efst á blaði,  viðtal við Hannes frá 2007 þar sem hann lofar útrásina og kveðst ætla að flytja fyrirlestur daginn eftir um ágæti útrásarinnar í hátíðarsal Háskóla Íslands.   Nú er með Hannes eins og svo marga aðra sem lofuðu útrásina á sínum tíma að þeir vilja ekki kannast við það að hafa verið með í slíku.  Davíð Oddsson hefur einnig neitað í sjónvarpsviðtali að hafa verið með í útrásarsöngnum; þó er til myndefni á YouTube þar sem hann er að hrópa húrra fyrir Björgólfunum! 

Í sjálfu sér er hefur Hannes Hólmsteinn alveg eins rétt á því að tala við fjölmiðla (eða fjölmiðlar að tala við hann), hvort hann hefur einhvern hljómgrunn í þjóðfélaginu og hvort að bókin sem hann er að fara að gefa út selst vel eða illa er annað mál. Landslagið er mikið breytt frá því sem áður var og harkan í þjóðfélaginu og reiðin er orðin það mikil að fæstir eru tilbúnir til þess að hlusta á einhvern frjálshyggjusöng. Tími öflugs kapitalisma er liðinn á Íslandi.

 


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt og annað eins óvenjulegt.

Nú er maður búinn að horfa á þetta myndband a.m.k. tvisvar og það er einsog þegar maður er að horfa á þetta að umræðan þarna sé í sjálfu sér ekkert sérstaklega djúp einhvernveginn; hún er bara skrítin ef eitthvað er. Vissulega samt er Sigmundur þarna nokkuð óvenjulegur í ræðustól, með engan pappír með sér, hallar sér fram á ræðustólinn og talar einsog uppúr sjálfum sér á staðnum. Fyrir mig ókunnugan öllu öðru en því að hér stígi á stökk ræðumaður með eitthvað að segja, þá  virtist mér eins og maðurinn væri í glasi. Og það kom á daginn að  Sigmundur hafði einmitt fengið sér í glas fyrir þennan fund. 

Athugum samt eitt og það er það að Sigmundur er reiðubúinn að horfast í augu við sjálfan sig  þ.e.  hann biðst velvirðingar á hegðun sinni. Þar er Sigmundur maður að meiri.  Margur er þannig að hann sér ekki sjálfan sig, að eigin gerðir geti einhverntíman verið rangar. Allt er réttlætt eða horft framhjá því. Allt er öðrum að kenna, og afsökunarbeiðnir eiga sér hvergi stað. Svo æða menn áfram eins og naut í flagi.

Það eru mörg stærri og erfiðari mál til þess að klára núna þessa dagana. Þetta mál má ekki fá of langan tíma, en Sigmundur er tiltölulega nýkominn á þing og á að fá sitt tækifæri til þess að leggja sitt að mörkum. Þetta voru óheppileg og heldur slæm mistök hjá Sigmundi eins og gefur að skilja en það hlýtur að vera hægt fyrir hann Sigmund að gera betur en þetta. Er það ekki?

Gangi þér vel á þingi í framtíðinni Sigmundur Ernir.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með almennilegum vettlingatökum

En hvað það er gaman stundum að fylgjast með Alþingi.  Þeir eru misgóðir ræðumennirnir.  Höskuld Þórhallsson hefur aldrei birst mér áður; vissi ekki að hann væri á þingi.  Mikið hvað hann minnti mig á Martein Mosdal áðan. Þetta kom:  Það verður að taka á þessu með almennilegum vettlingatökum!  Þá hló þingheimur.  Nei fyrirgefiði. Það duga engin vettlingatök.  Ætli Spaugsstofan grípi þetta ekki? Það verður allavega nóg efni handa þeim fyrir laugardag.  


Þrír sjónvarpsprédikarar með bla bla bla

John McCain hefur hafnað stuðningi prédikarans John Hagee frá Texas. Hagee þessi er sjónvarpsprédikari sem veitir forstöðu stórri kirkju þar sem safnaðarmeðlimir skipta tugum þúsunda. Án þess að McCain gerði sér grein fyrir því fyrr en í síðustu viku þá mun Hagee hafa prédikað undir lok síðustu aldar um Hitler, gyðinga og Ísrael.  Þar segir Hagee að Guð hafi sent Hitler til þess að hjálpa gyðingum svo þeir gætu komist til fyrirheitna landsins. Guð hafi þannig beinlínis leyft helförinni að gerast og aðalmarkmiðið væri að gyðingaþjóðin kæmust til Ísraels. 

Hagee hefur áður verið stóryrtur og hefur hann m. a. sagt að kaþólska kirkjan væri hóran mikla og fellibylurinn Katrín væri svar Guðs gagnvart syndum samkynhneigðra.  Annar sjónvarpsprédikari Benny Hinn að nafni spáði því reyndar um miðjan síðasta áratug að samkynhneigðir myndu fá að kenna á reiði Guðs á þann veg að hann myndi eyða þeim öllum með miklum eldingum, og það fyrir aldamót. Það er samt önnur saga. 

McCain hafnaði þessum ummælum Hagee um gyðingana út frá þeirri forsendu að þau væru vitlaus, ótæk og óverjanleg. Þar að auki hefur McCain fundið sig knúinn til þess að biðja kaþólska afsökunnar á því að stuðningsmaður hans (Hagee) hafi sagt að kirkja þeirra væri hóran mikla, fölsk og um leið hættulegur trúarsöfnuður. 

Það er ekki bara það að McCain hafi fundið sig knúinn til þess að hafna stuðningi frá Hagee, því annar prédikari hefur einnig verið að hrekkja hann með ummælum sínum. Rod Parsley er sjónvarpsprédikari sem veitir 12.000 manna söfnuði forstöðu og lét hann þau orð flakka um daginn að Islam væri ofbeldisfull trúarbrögð og að þau væru af hinu illa.  Þar með fékk hann að fjúka sem stuðningsmaður McCain. 

Stutt er síðan Obama lenti í þeirri stöðu að stuðningsmaður hans, prédikarinn Jeremiah Wright hélt því fram að árásirnar 11. september hefðu verið bandarísk hryðjuverk. Obama hefur hafnað þessum ummælum þess efnis að þau tengist á nokkurn hátt hans viðhorfum.   Það er þó ekki svo að Obama hafi hafnað stuðningi Wright en það er einmitt það sem McCain gerir gagnvart Hagee og Parsley og þá í því skyni að skerpa á muninum milli sín og Obama.  Einmitt það gerir McCain e. t. v. að aðeins ákveðnari karakter en Obama og hugsanlega munu repúblikanar nota Wright málið gegn Obama þ. e. a. s. ef hann nær útnefningu demókrata.  

 


mbl.is McCain hafnar ummælum prests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er geimvera af eðlutegund í valdamesta embætti heims?

Bandaríkjamenn hafa sumir hverjir alveg stórfurðulegar hugmyndir um forseta sinn. Á sama tíma er menn með alls konar hugmyndir um samsæri fárra manna sem hafi hvað helst hug á því að stjórna heiminum. Nú er Bush forseti kallaður ýmsum nöfnum. Hann á að vera anti-kristur og satanisti sem á að hafa selt sál sína djöflinum. Svo dettur sumum í hug að hann sé einhvers konar geimvera af eðlukyni. Þannig séu allir í kringum hann í rauninni eðlur með löngun og þrá til þess að búa til lögregluríki á jörðinni.  Þáttastjórnandinn Larry King fær auk þess þann vafasama heiður að tilheyra þessu eðlusafni.   Ekki nóg með þetta heldur mun afi Bush, Prescott, hafa átt í leynimakki við Hitler sjálfan og skaffað honum peninga til styrjaldareksturs. 

Samsæriskenningar lifa núna góðu lífi í Bandaríkjunum. Það er ekkert mál að finna hitt og þetta um Bush feðga, 11. september og hugmyndir um fasisma þeirra fyrst nefndu. Lítið mál er að fletta þessu upp á YouTube og þar er hægt að finna misviturleg myndskeið í stórum stíl (sumt er svo illa gert og heimskulegt að það er ekki horfandi á það).  Þá er auk þess búið að gefa út þó nokkuð af DVD diskum þar sem Bush og öll hans ríkisstjórn er tekinn í bakaríið. Mynd Michael Moore Farenheit 911 er í þeim hópi ekki mjög hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush. 

Útvarpsmaðurinn Alex Jones gaf út þriggja tíma disk fyrir tveimur árum sem heitir Terrorist Storm. Sú mynd er hvöss ádeila á ríkisstjórn Bush og þar er beinlínis sagt að árásin á Bandaríkin 11. september hafi verið að undirlægi Bandaríkjamanna sjálfra, til þess að réttlæta stríð og gera árás á Afganistan og Írak. Slíkt eiga Bandaríkjamenn víst að hafa gert áður eins og t.d. þegar skipið Lúsitanía var sent af stað á tímum fyrri heimsstyrjaldar með bæði fólk og vopnabirgðir um borð. Því var sökkt af Þjóðverjum og þar með höfðu Bandaríkin átyllu til þess að fara í stríð. Hitler á að hafa fundið sér átyllu til þess að ráðast á Pólland í seinna stríði en þá var fundinn pólskur karlmaður, hann klæddur í hermannaföt og skotinn. Síðan var látið líta út fyrir að hann hefði ætlað sér að gera árás á þýska varðstöð. Þjóðverjar höfðu þar með ástæðu til þess að ráðast á Pólland 1. september 1939.

Hvernig svo sem þessu er á botninn hvolft þá virðist Bush ekki njóta mikilla vinsælda sem forseti Bandaríkjanna. Hvað samsæris kenningar varðar, þá verður hver og einn að gera upp við sig hvað satt er í þeim efnum. Þær eru samt sumar hverjar alveg ferlega skrítnar.

 


Svona skítkast skilar engu

 

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fékk í gær sent til sín skítkast í tölvupósti. Greinilegt er að sumt fólk notar tölvupósta til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Það að kalla ráðherrann illum nöfnum er vita tilgangslaust. Varla er hægt að taka mark á illa skrifuðum tölvupósti með haug af prentvillum, enda svo afskaplega óvirðulegt. Innihaldið er auk þess alls ekki geðslegt. Var nauðsynlegt fyrir Björn að láta almenning vita af þessu rusli?    


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband