17.4.2010 | 17:08
Sódóma og Gómorra
Við höfðum hérna á Íslandi hreinan Hrunadans þar sem sukk og svínarí fékk að viðgangast og það í mörg ár. Það er ekki hægt að neita því að það var fullt af fólki sem horfði á þetta og fæstir sögðu nokkuð, aðrir húrra eins og Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, eða ekki neitt til þess að missa ekki vinnuna, sérstaklega í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Já já við létum þetta líðast. En það var talað við fólkið sem dansaði í Kirkjunni í Hruna og það skeytti engu um viðvörunarorð. Svo fór að kirkjan sökk ofan í jörðina með manni og mús á jólanótt. Þar var svo sannarlega sukkað. Svo sannarlega. Þeir sem sökkva núna með bönkunum er fjöldi manna, af þingi og í fjármálageiranum. Æran hvarf með hruninu hjá mörgum og með rannsóknarskýrslu hjá öðrum.
Svo var dansað og sukkað eins og í Sódómu og Gómorru. Sérstakt þegar kemur að afhjúpun á soranum þá fer að gjósa og alltaf meira og meira. Það rignir ösku og brennisteini. Bráðum fer Katla líka að gjósa en það hefur hún ekki gert síðan 1918. Þá verður svo sannarlega fjandinn laus og enginn flýgur neitt í langan tíma. Þetta er bara svo táknrænt fyrir hversu djúpt var sokkið í syndugt sódómu líferni og svo gýs, og gjallið kemur og sópast yfir allt og það versnar og versnar ástandið.
Alveg eins og það verður alltaf verra og verra sem maður fær að uppgötva í öllu þessu misferli.
Létum þetta líðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uppræta hreiðrinn / ekki bara skipta um óværu / hvar eru óværu uppeldisstöðvar glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni/mistokum ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ? UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN flokkseigandafélögin / þínglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá reglur aðhald viðurlög á manneskjurnar gráðugar breiskar
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.