18.4.2010 | 08:56
Ánægður með þessa framgöngu
Hér fyrir mörgum árum síðan þá var Ingibjörgu hælt mikið og hún vann glæsta sigra. Þá var hún í borgarmálunum. Það var mikið klappað og húrra fyrir nýjum borgarstjóra. Það gerðist í tvígang eða jafnvel þrígang að Ingibjörg mætti sigurreif á kosningavöku samfylkingarinnar undir dúndrandi lófaklappi á stærsta skemmtistað landsins. Enginn borgarstjóri hefur eftir þetta verið borinn jafnmikið á kóngastóli. Að vísu var verið að brjóta aftur veru sjálfstæðismanna á valdastóli til margra ára. En hvað samt er hollt fyrir stjórnmálamanninn sjálfan? Hann getur farið að hugsa: Ég er frábær leiðtogi í borgarmálunum, hvað með landsmálin? Förum þangað og upplifum klapp og húrrahróp þar líka.
Ingibjörg stökk nefnilega skyndilega beint úr borgarmálum yfir í landsmálin. Henni tókst ekki það sem Davíð tókst að gera, að stökkva úr borgarstjórastól yfir í forsætisráðherrastól. Hún komst þó í ráðherrastól. Með þeirri ákvörðun brást Ingibjörg sínum kjósendum í borgarmálum og hún bar ekki sitt blak eftir það. Tími húrrahrópa verða liðin tíð og urðu ekki í landsmálunum. Þar sigldi skipið í strand.
Að ganga í sjálfa sig eins og Ingibjörg gerði í gær er gott skref og heiðarlegt. Hún kemur heiðarlega fram og viðurkennir mistök sín. Sem er ekki á allra færi að gera. Þegar fólk kemur fram og gengur svona í sjálft sig, þá finnst mér að við verðum að taka því vel, líka vegna þess að við viljum að fleiri geri það. Að fólk gangist við athæfi sínu.
Það er gott að fólk skuli koma fram og biðjast afsökunar en það er ekki hægt að krefjast þess og það er ekki hægt að krefjast þess að það geri það eins og skot. Það þarf tíma. Það þarf tíma fyrir stjórnmálamann að hugsa aðeins sinn gang og ganga í sjálfan sig. Það hafa menn gert einn af öðrum og það má halda áfram. Það er ávísun á heilindi og heiðarleika og telst mönnum móralskt til tekna. Framtíðin mun vissulega dæma þessa sögu og þá sjá menn hlutina e.t.v. í skýrara ljósi en nú. Það á eftir að vera mikið garfað í þessu af sagnfræðingum og alls konar fræðimönnum sem eru ekki fæddir ennþá.
Stjórnkerfið og efnahagskerfið er í rúst, og framundan er að byggja upp NýTT Ísland.
Mér finnst ég hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.