7.11.2010 | 09:44
Þetta er ágætt
Það er óþarfi að gera lítið úr því að þjóðfundur sem þessi eigi sér stað. Samtal eins og á sér stað á þessum fundi er mikilvægt. Okkar samfélag þarf að velta þessu reglulega fyrir sér. Hver eru t.d. grunngildi samfélagsins. Hvert skal stefna og hvert er æðsta viðmiðið. Þjóðfundur ætti að eiga sér stað reglulega og festa sig í sessi sem eitthvað ákveðið form sem skiptir máli fyrir samfélagið allt. Mig langar síðan sjálfan að geta lesið með einhverjum hætti afrakstur fundarins. Væri hægt að setja það upp í einskonar bók sem hægt væri að sækja og lesa sér til ánægju?
Annað er þó til þess að gera afrakstur þjóðfundar erfiðan og það er hvernig eigi að fylgja því eftir sem þar er sagt. Er það hægt? Með hvaða hætti er það hægt? Stjórnmál t. a. m. geta í eðli sínu orðið þess eðlis að fleiri en ein leið getur verið fær og réttlætanleg í ákveðnum málum. Staðan getur einnig verið þannig að til eru segjum tvær leiðir og báðar eru slæmar. Valin er ein leið til þess að leysa eitthvert mál og það er óvinsæla leiðin en samt besta leiðin til þess að leysa málið. Svo kemur einhver utanaðkomandi sem hefur ekki kynnt sér hlutina jafnvel og fer að fjalla um óheiðarleika í stjórnmálum. Það sem ég vil meina er að hlutirnir eru kannski ekki alltaf jafneinfaldir og þeir virðast vera og það er mun auðveldara að sitja við borð á þjóðfundi og fjalla um grunngildi í samfélaginu.
Sem verður allt eins að gera vegna þess að það er líka og hefur verið óheiðarleiki í stjórnmálakerfinu, fjármálum, bönkum og út um allt. Það verður að halda á lofti mikilvægum hugsjónum og koma með breytingar til þess að laga hlutina til betri vegar. Takk fyrir þjóðfundinn.
Staðfestir visku fjöldans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Síður
Tenglar
Mínir tenglar
Eldri færslur
- Júlí 2023
- Maí 2023
- Desember 2014
- Júlí 2014
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Mars 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Febrúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.