Hugleiðing um lífið og tilveruna

Síðasta freistingin eftir Nikos Kazantzakis fannst á Bókasafni Kópavogs í dag fyrir tilviljun. Það var auðvitað ég sem fann hana og byrjaði umsvifalaust að blaða í henni. Bókin fjallar um Jesú Krist og eitthvað allt annað en það sem stendur í Biblíunni um hann. Bókin var kvikmynduð og um leið og einhverjir áhugasamir sáu hana þá vildu þeir upp til hópa banna hana og á Íslandi var myndin sýnd í Laugarásbíó við lítinn fögnuð fjölda fólks.  Nóg um það. 

Formáli bókarinnar er einungis þrjár blaðsíður en hann hefur nú þegar reynst mér það magnaður að guðfræðilegur þankagangur minn hefur snarbreyst og umbreyst í eitthvað annað. Samt var ég bara að lesa þrjár blaðsíður.  Andinn vill glíma við kröftugt hold, sem veitir öflugt viðnám (bls 6).   

Þar með var ég lentur í einhverri glímu sem ég átti ekki von á. Guð elskar ekki veikgeðja sálir eða lingert hold. Nú veistu hvernig ég hendi þessari bók frá mér og hleyp í burtu. 

Framundan getur allt eins verið vonbrigði, óþægilegar aðstæður, óheppni, og kannski vinslit.  Það er ein góð leið til þess að takast á við slíkt, sem er fólgin í eigin hugsun. Að það sé alltaf til einhver leið, möguleiki, og það sé hægt að koma aftur og byrja uppá nýtt þangað til hlutirnir takast.

Er þetta það sem ég hef mestar áhyggjur af hugsa ég stundum. Er þetta stærsta vandamálið? Margt gæti verið verra. Aðalatriðið er að gefast ekki upp á veruleikanum. Hann getur verið eins skemmtilegur og maður leyfir honum að vera.    

Þar með tek ég bókina upp aftur sem ég áðan fleygði frá mér og les hana. Einhver sagði að maður yrði ekki vitur af því að lesa bækur. Það er fyrir mér alls ekki satt. Maður verður einmitt vitur af því að lesa bækur. Þær geta sagt manni heilmargt. Þær geta líka sagt okkur frá mönnum sem áttu ekki til svörin og gátu engan veginn svarað erfiðustu spurningunum. Sumum spurningum verður aldrei svarað, sem getur allt eins verið allt í lagi og stundum er gott faðmlag miklu betri kostur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband