Hugleíðing um hamingju, lífsgleði, trú og bjartsýni

Það þarf hugrekki til þess að ætla sér að leggja af stað með svo til ekki neitt og ætla sér að gera eitthvað mikið. Eins og að vera með mustarðskorn í hendinni. Smæst er það allra sáðkorna. Svo lítið er það að það er alveg fáránlegt. Með það legg ég af stað og ætla að sigra heiminn eða þannig. 

Sá sem hefur trú á við mustarðskorn. Ég hef velt þessum orðum fyrir mér síðan ég var krakki. Við hvað er átt og hvað svo? Er hægt að flytja fjöll? Væri það eftirsóknarvert? Sú myndlíking að sá sem hafi trú á við mustarðskorn geti sagt við fjall þetta að færa sig, fjallar ekki um það beinlínis og bókstaflega. Hún er einungis að benda á hið smæsta sem hægt er að hafa í lófanum og þess stærsta sem hægt er að sjá í umhverfinu. Restin er vitið þar á milli. Vitið til þess að gera eitthvað úr því sem maður hefur, hversu smátt sem það er.

Enn og aftur legg ég af stað með eitt svona mustarðskorn og ætla að gera eitthvað mikið og hvað finn ég?

Einhver stór markmið til þess að stefna að. Ég fer af stað með svo til ekkert og set mér markmið. Hægt er að setja sér skammtímamarkmið til að byrja með. Einhver stutt skref til þess að framfylgja. Fyrst þetta, síðan þetta hér og svo þetta. Allt það gæti leitt að langtímamarkmiði. Markmiðinu sem ætlað er að ná. Mér dettur í hug peningasparnaður. Að leggja fyrir ákveðinn pening, alltaf á útborgunardegi og byrja á því að leggja hann fyrir. Svo safnast saman og úr verður eitthvað stórt.

Eða ég finn hamingju. Sá sem ætlar að flytja fjöll er bjartsýnn og opinn. Hann trúir því að honum muni takast ætlunarverkið. Hann er jákvæður og segir ég get, ég get það sem mig langar til þess að gera. Ég get það vegna þess að ég trúi því að ég geti það. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir lærði ég sem barn.  Það er allavega lítið fólgið í því að gera ekki neitt og með því að segja við eitthvað fjall, færðu þig, þá er maður vissulega lagður af stað.

Af því sem komið er. Ég set mér markið, skammtíma sem langtíma, hugsa jákvætt, er bjartsýnn, en legg af stað með lítið og trúi því að mér gangi það vel.

Svo er það eitt í viðbót sem er að hafa einhvern góðan ásetning. Til hvers að ætla sér eitthvað án þess að hafa nokkurn hag af því sjálfur og ef maður hefur ekki hag af því sjálfur heldur miklu fremur einhverjir aðrir, þá er maður einungis fórnfús, hversu lengi endist það til lengri tíma séð.

Í grautinn vantar síðan lífsgleðina, að finnast þetta allt saman gaman. Þegar manni finnst eitthvað skemmtilegt, þá er heilmiklu náð þá og þegar.  Lífið getur verið eins skemmtilegt og maður gerir það að. Maður er stanslaust að skapa eigin hamingju. Verst af öllu er hins vegar stefnulaust líf án nokkurra markmiða og án nokkurs ætlunarverks. 

Njóttu þess sem þú hefur og ég hvet þig til þess að gera eitthvað gott og skemmtilegt úr því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórður Guðmundsson

Þórður Guðmundsson þroskaþjálfi

Nýjustu myndir

  • bill cosby 620x480 cemrf
  • ATI-lower-review-polymer
  • ATI-lower-review-polymer
  • download JFK
  • Aretrov

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband